Eftir miklar vangaveltur hefur loks verið staðfest að hljómsveitin Foo Fighters muni koma fram á hálfgerðum leynitónleikum í Brighton á Englandi. En hljómsveitin mun koma fram í dag undir dulnefninu The Holy Shits. Þetta verða þó ekki einu leynitónleikar Foo Fighters en hávær orðrómur er um að sveitin komi einnig fram undir sama nafni á litlum klúbbi í London annað kvöld.

Söngvarinn Tom Clarke úr hljómsveitinni The Enemy er allt annað en sáttur með blaðamenn þessa daganna. The Enemy naut talsverða vinsælda í Bretlandi þegar að fyrsta plata þeirra kom út árið 2007 og voru þá blaðamenn duglegir að benda á hversu smávaxinn söngvarinn Tom Clarke er. Þrátt fyrir að minna fari fyrir hljómsveitinni þessa daganna er hæð söngvarans þó enn umfjöllunarefli bresku blaðanna. Þetta fer eitthvað í taugarnar á Clarke sem fór á twitter og hellti sér þar almennt fyrir fólk í fjölmiðlastéttinni, sagði það vera öfundsjúkt, vanhæft og í megin tilfellum hálfvitar. Bætti Clarke við að ef hann fengi eitt pund í hvert sinn sem blaðamaður líkti honum við hobbita gæti hann keypt byssukúlu til að skjóta hver einasta þeirra.