Gosvirkni er enn mikil í Holuhrauni og ekkert dregur úr skjálftum við Bárðarbungu. Á sjötta tug skjálfta hafa verið staðsettir þar í dag. Sá stærsti var 5,2 stig að styrk.
Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands hefur dregið hægt úr jarðskjálftavirkni í ganginum norðanverðum. Þar verða þó langflestir skjálftarnir undir norðanverðum Dyngjujökli og hafa 15 skjálftar orðið þar í dag.
Á sjötta tug skjálfta við Bárðarbungu í dag
Samúel Karl Ólason skrifar
