Vala tekur á móti Sindra í þættinum Heimsókn í kvöld.
Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason snýr aftur með þátt sinn Heimsókn á Stöð 2 í kvöld klukkan 20:30 þar sem hann lítur inn hjá íslenskum fagurkerum, bæði heima og erlendis.
Í kvöld tekur engin önnur en Vala Matt á móti Sindra en hún býr í stórglæsilegri þriggja hæða penthouse íbúð á Klapparstíg.
Stórglæsileg íbúð Völu Matt en þess má geta að Sindri skoðar einnig önnur eldri heimili Völu í þættinum í kvöld.Stöð 2