Virkni við Bárðarbungu og Holuhraun er svipuð og hún hefur verið síðustu daga. Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. Þar voru stærstu skjálftarnir 3,3 stig og 3,4 stig.
Fimmtán skjálftar mældust í norðanverðum Dyngjujökli, sem allir voru innan við tvö stig.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að þessi virkni sé svipuð og síðustu daga. Þá segir að samkvæmt vefmyndavélum Mílu sé svipaður gangur í gosinu og hafi verið.
Engin breyting á jarðhræringum

Tengdar fréttir

Hraunið að verða stærra en úr Heklugosinu 1947
"Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Hraunið heldur áfram að breiða úr sér
Hraunið úr Holuhrauni breiðir nú úr sér bæði til suðausturs og norðausturs þrjá til fimm kílómetra frá gígnum.

Moka glóðheitu hrauninu ofan í pott
Rauðglóandi hraunið rennur stanslaust úr eldstöðinni Holuhrauni en meðal hraunflæðið er á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu.