Vefurinn er nokkurs konar stuðningsnet af einstaklingum í ástarsorg auk þess að vera með 12 spora kerfi, ekki svo ósvipað hjá þeim sem eru alkóhólistar, til að komast yfir ástarsorgina.
Þá er mælt sérstaklega með því að telja dagana frá því að þú hafðir samband við fyrrverandi.
Þetta gæti verið einmitt það sem þig vantaði ef þú ert búin að endurhlaða fésbókarsíðu fyrrverandi sjö sinnum við lestur þessa pistils.
Ef þú vilt skilja betur af hverju heilinn þinn hagar þér svona í ástarsorginni þá gæti þetta myndaband svarað einhverjum spurningum.
Í þessu myndbandi útskýrir mannfræðingurinn Helen Fisher hvað gerist í heilanum þegar við elskum og af hverju ástarsorg er svona erfið og átakanleg.