Matur

Ljúffeng gulrótarkaka - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Gulrótarkaka með hlynsírópskremi

Kakan 

Hráefni:



390 g hveiti

1 1/2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

1/2 tsk salt

4 egg

240 ml olía

200 g ljós púðursykur

3/4 bolli saxaðar valhnetur + 1/4 bolli fyrir skraut ofan á krem

250 g rifnar gulrætur



Krem

Hráefni:



140 g mjúkur rjómaostur

20 g mjúkt smjör

155 g flórsykur

30 ml hlynsíróp



Smyrjið form, til dæmis 23x28 sentímetra að stærð. Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og kanil og setjið til hliðar. Hrærið eggjarauðum saman við olíu í annarri skál. Blandið síðan sykrinum út í og hrærið vel saman. Blandið hveitiblöndunni saman við eggjarauðublönduna. Blandið gulrótum og valhnetum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við. Setjið deigið í formið og bakið í 35 til 40 mínútur. Leyfið kökunni að kólna og gerið kremið á meðan. Blandið rjómaosti og smjöri vel saman. Bætið flórsykrinum saman við og því næst sírópinu. Kælið kremið í um 20 til 30 mínútur og skreytið kökuna síðan með því og valhnetunum.

Fengið hér.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.