Lítil virðing borin fyrir kvenkyns hljóðfæraleikurum Orri Freyr Rúnarsson skrifar 6. október 2014 14:25 Jack White er óhræddur við að opinbera skoðanir sínar eins og sönnum rokkara sæmir. Getty Tónlistarmaðurinn Jack White var í viðtali á dögunum og þar sagði hann að kvenkyns hljóðfæraleikarar fengu ekki þá virðingu sem þær ættu skilið. Sagðist White hafa fundið vel fyrir þessu á meðan að hann var í hljómsveitinni The White Stripes en þá sagði hann að margir hafi haft öðruvísi viðhorf til tónlistarinnar eingöngu vegna þess að Meg White spilaði á trommur. Sagði Jack White að ástandið væri verra hjá hljómsveitum sem innihalda eingöngu kvenkyns meðlimi en að mati Jack White finnst mörgum það bara krúttlegt. Jack White sagði einnig að mesta syndin væri fólgin í því að konur þurfa að leggja miklu harðar að sér en karlar til að sanna sig. Hægt er að hlusta á bút úr viðtalinu neðst í greininni. Á sunnudaginn hófst miðasala á Glastonbury tónleikahátíðina í Bretlandi og á aðeins 25 mínútum seldust allir 135.000 miðarnir. Fjölmargir sátu þó eftir með sárt ennið og náðu ekki að kaupa miða á hátíðina. Ljóst er að eftirspurn eftir miðum er langtum meiri en framboðið þrátt fyrir að ekki sé búið að tilkynna hvaða hljómsveitir koma fram á hátíðinni á næsta ári.Chris Martin, söngvari ColdplayColdplay söngvarinn Chris Martin kom fram á tónleikum Kings of Leon í Los Angeles í gær og söng hann tvö lög með hljómsveitinni. Fyrra lagið var Talihina Sky sem er af fyrstu plötu Kings of Leon og seinna lagið var Notion. Þegar að Chris Martin yfirgaf sviðið grínaðist Caleb Followill sagðist vonast til þess að áhorfendur hafi haft gaman af þessu þar sem það kostaði þá fullt af peningum að fá Chris Martin. Að undanförnu hefur talsvert verið í fréttum að aðdáendur hljómsveita setja af stað hópfjáraflanir til að lokka hljómsveitir í heimabæi sína. Nú hefur hinsvegar breskur tónlistaraðdáandi í London hafið söfnun þess efnis að hljómsveitin Nickelback haldi sig sem lengst frá London. Vonast hann til þess að safn $1000 til að gefa Nickelback ef þeir lofa að spila aldrei aftur í London. Söfnunin á þó enn langt í land enda hafa einungis $87 safnast enn sem komið er. Harmageddon Mest lesið 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Sannleikurinn: "Helvítis fasistar,“ æpti Ögmundur þegar hann var handtekinn við Kerið Harmageddon
Tónlistarmaðurinn Jack White var í viðtali á dögunum og þar sagði hann að kvenkyns hljóðfæraleikarar fengu ekki þá virðingu sem þær ættu skilið. Sagðist White hafa fundið vel fyrir þessu á meðan að hann var í hljómsveitinni The White Stripes en þá sagði hann að margir hafi haft öðruvísi viðhorf til tónlistarinnar eingöngu vegna þess að Meg White spilaði á trommur. Sagði Jack White að ástandið væri verra hjá hljómsveitum sem innihalda eingöngu kvenkyns meðlimi en að mati Jack White finnst mörgum það bara krúttlegt. Jack White sagði einnig að mesta syndin væri fólgin í því að konur þurfa að leggja miklu harðar að sér en karlar til að sanna sig. Hægt er að hlusta á bút úr viðtalinu neðst í greininni. Á sunnudaginn hófst miðasala á Glastonbury tónleikahátíðina í Bretlandi og á aðeins 25 mínútum seldust allir 135.000 miðarnir. Fjölmargir sátu þó eftir með sárt ennið og náðu ekki að kaupa miða á hátíðina. Ljóst er að eftirspurn eftir miðum er langtum meiri en framboðið þrátt fyrir að ekki sé búið að tilkynna hvaða hljómsveitir koma fram á hátíðinni á næsta ári.Chris Martin, söngvari ColdplayColdplay söngvarinn Chris Martin kom fram á tónleikum Kings of Leon í Los Angeles í gær og söng hann tvö lög með hljómsveitinni. Fyrra lagið var Talihina Sky sem er af fyrstu plötu Kings of Leon og seinna lagið var Notion. Þegar að Chris Martin yfirgaf sviðið grínaðist Caleb Followill sagðist vonast til þess að áhorfendur hafi haft gaman af þessu þar sem það kostaði þá fullt af peningum að fá Chris Martin. Að undanförnu hefur talsvert verið í fréttum að aðdáendur hljómsveita setja af stað hópfjáraflanir til að lokka hljómsveitir í heimabæi sína. Nú hefur hinsvegar breskur tónlistaraðdáandi í London hafið söfnun þess efnis að hljómsveitin Nickelback haldi sig sem lengst frá London. Vonast hann til þess að safn $1000 til að gefa Nickelback ef þeir lofa að spila aldrei aftur í London. Söfnunin á þó enn langt í land enda hafa einungis $87 safnast enn sem komið er.
Harmageddon Mest lesið 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Sannleikurinn: "Helvítis fasistar,“ æpti Ögmundur þegar hann var handtekinn við Kerið Harmageddon