„Það þarf ekki að kosta mikið en getur munað miklu að fá arkitekt til að hjálpa sér þegar flutt er í nýja íbúð. Þeir sjá möguleika þegar aðrir sjá þá ekki.“
Þetta segir Ylfa Kristín Árnadóttir sem býr í fallegri risíbúð í Hlíðunum í Reykjavík. Ylfa Kristín tók íbúðina mikið í gegn þegar hún flutti inn og fékk hjálp frá Rut Káradóttur við að finna út hvernig nýta mætti plássið sem best.
Í Heimsókn vikunnar leit Sindri Sindrason við hjá Ylfu Kristínu sem segir uppáhaldshlutinn í íbúðinni vera eiginhandaráritun frá Ryan Gosling sem hún segir nú hjálpa sér að komast í gegnum meistaranám við Háskóla Íslands.
Hér fyrir ofan má sjá þáttinn í heild sinni.
