Ströng skilyrði fyrir leyfi á gosstöðvarnar Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2014 07:00 Vísindamönnum og fjölmiðlum hefur nær eingöngu verið hleypt að gosstöðvunum. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson „Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku. Bárðarbunga Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku.
Bárðarbunga Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira