Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2014 13:45 Olíumiðstöðin sem Statoil áformar við Veidnes hjá Honningsvåg í Norður-Noregi. Grafík/Statoil. Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. Olíulindin er 190 kílómetra norðvestur af Hammerfest og er talin geyma allt að 314 milljónir olíutunna og 17 milljarða rúmmetra af gasi. Olíulindin er á svokölluðu Alta-svæði og er nálægt öðrum nýfundnum olíulindum undan ströndum Norður-Noregs, eins og Johan Castberg og Gotha-lindunum. Saman eru þær taldar geyma allt að 1.000 milljónir olíutunna. Í fréttum norskra fjölmiðla síðustu daga hafa áhrifamenn í olíuiðnaðinum sem og í Norður-Noregi fagnað olíufundinum. Hann komi á besta tíma eftir vonbrigði sumarsins í olíuleit í Barentshafi. Með samnýtingu olíusvæðanna er sagður kominn grundvöllur að neðansjávarleiðslu til lands og iðnaðaruppbyggingu í nyrstu byggðum Noregs, eins og olíuhöfn á Veidnes við Honningsvåg. Í héraðsmiðlum er lýst mikilli bjartsýni. Statoil frestaði fyrr á árinu ákvörðun um leiðsluna og olíuhöfnina þar sem olían sem þá var fundin þótti ekki nægilega mikil til að standa undir fjárfestingunni. Með olíufundinum í síðustu viku er staðan sögð allt önnur. Greenpeace-samtökin samgleðjast þó ekki. „Þeir geta fagnað eins og þeim sýnist. En þetta er samt sem áður olía sem við höfum ekki efni á að vinna. Loftlagsmálin krefjast þess að hún verði látin liggja. Allt annað væri mjög óábyrgt,“ sagði Truls Gulowsen, leiðtogi Greenpeace í Noregi. Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. Olíulindin er 190 kílómetra norðvestur af Hammerfest og er talin geyma allt að 314 milljónir olíutunna og 17 milljarða rúmmetra af gasi. Olíulindin er á svokölluðu Alta-svæði og er nálægt öðrum nýfundnum olíulindum undan ströndum Norður-Noregs, eins og Johan Castberg og Gotha-lindunum. Saman eru þær taldar geyma allt að 1.000 milljónir olíutunna. Í fréttum norskra fjölmiðla síðustu daga hafa áhrifamenn í olíuiðnaðinum sem og í Norður-Noregi fagnað olíufundinum. Hann komi á besta tíma eftir vonbrigði sumarsins í olíuleit í Barentshafi. Með samnýtingu olíusvæðanna er sagður kominn grundvöllur að neðansjávarleiðslu til lands og iðnaðaruppbyggingu í nyrstu byggðum Noregs, eins og olíuhöfn á Veidnes við Honningsvåg. Í héraðsmiðlum er lýst mikilli bjartsýni. Statoil frestaði fyrr á árinu ákvörðun um leiðsluna og olíuhöfnina þar sem olían sem þá var fundin þótti ekki nægilega mikil til að standa undir fjárfestingunni. Með olíufundinum í síðustu viku er staðan sögð allt önnur. Greenpeace-samtökin samgleðjast þó ekki. „Þeir geta fagnað eins og þeim sýnist. En þetta er samt sem áður olía sem við höfum ekki efni á að vinna. Loftlagsmálin krefjast þess að hún verði látin liggja. Allt annað væri mjög óábyrgt,“ sagði Truls Gulowsen, leiðtogi Greenpeace í Noregi.
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00
Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15