Um sjötíu jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring. Tveir snarpir skjálftar mældust með tveggja mínútna millibili um klukkan hálf níu í morgun. Sá fyrri af stærðinni 4,7 og sá seinni 5,3.
Virkni í gosinu er með svipuðu móti og síðustu daga og er lítil breyting á jarðhræringum.
Búist er við gasmengun austur og suðaustur af gosstöðvunum, frá Jökulsárlóni í suðri og norður á Stöðvarfjörð.
Á morgun eru líkur á gasmengun víða á norðanverðu landinu.
