Kanslari Þýskalands vill vernda hluta norðurslóða Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2014 19:55 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi til Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu í dag að afleiðingar hlýnandi loftslags væru augljósar á Norðurheimsskautinu. Mikilvægt væri að setja vissi svæði á Norðurslóðum undir sérstaka vernd. Fjórtán hundruð manns frá 34 löndum sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu. En forseti Íslands staðfesti í viðtali við Stöð 2 í gær að þetta verði framvegis árlegur viðburður í októbermánuði í Reykjavík. Angela Merkel kanslari Þýskalands ávarpaði samkomuna í morgun. Þýskalandskanslari ávarpaði gesti Arctic Circle á myndbandi og sagði ráðstefnuna þegar hafa náð einu meginmarkmiða sinna sem væri að auka skilning á mikilvægi Norðurskautsins á stjórnmálasviðinu. „Norðurslóðir eru langt í frá einangrað svæði því það sem gerist þar hefur áhrif stóran hluta heimsins. Þetta þýðir að alþjóðasamfélagið ber sameiginlega ábyrgð á svæðinu hvað varðar utanríkis- og öryggismál og stefnuna í efnahags- og umhverfismálum,“ sagði Merkel í ávarpi sínu. Arctic Circle ráðstefnan sem stendur til sunnudags er einstakur vettvangur þar sem allir þeir sem láta sig umhverfismál varða eiga aðkomu, hvort sem það eru fulltrúar ríkja, rannsóknarstofnana, hagsmunasamtaka, vísindamanna eða einstaklingar. En Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem er einn aðalhvatamaðurinn að stofnun ráðstefnunnar, segir markmiðið einmitt að reyna að fá alla til að róa saman að sameiginlegu markmiði. Brýnast sé að þjóðir komi sér saman um meginreglurnar og regluverkið til að marka veginn til framtíðar. Angela Merkel tók undir þetta í sínu ávarpi og sagði jafnframt mikilvægt að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu verndar. „Það er hins vegar mun erfiðara að hafa stjórn á afleiðingum umhverfisslysa. Það gerir það enn meira áríðandi að stefnan varðandi norðurslóðir sé mótuð með varkárni. Ég yrði því ánægð ef við gætum náð samkomulagi um að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu sérstakrar verndar. En svæðið hefur nú þegar unnið sér táknræna stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ sagði Angela Merkel kanslari Þýskalands. Hringborð norðurslóða Harpa Þýskaland Norðurslóðir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi til Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu í dag að afleiðingar hlýnandi loftslags væru augljósar á Norðurheimsskautinu. Mikilvægt væri að setja vissi svæði á Norðurslóðum undir sérstaka vernd. Fjórtán hundruð manns frá 34 löndum sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu. En forseti Íslands staðfesti í viðtali við Stöð 2 í gær að þetta verði framvegis árlegur viðburður í októbermánuði í Reykjavík. Angela Merkel kanslari Þýskalands ávarpaði samkomuna í morgun. Þýskalandskanslari ávarpaði gesti Arctic Circle á myndbandi og sagði ráðstefnuna þegar hafa náð einu meginmarkmiða sinna sem væri að auka skilning á mikilvægi Norðurskautsins á stjórnmálasviðinu. „Norðurslóðir eru langt í frá einangrað svæði því það sem gerist þar hefur áhrif stóran hluta heimsins. Þetta þýðir að alþjóðasamfélagið ber sameiginlega ábyrgð á svæðinu hvað varðar utanríkis- og öryggismál og stefnuna í efnahags- og umhverfismálum,“ sagði Merkel í ávarpi sínu. Arctic Circle ráðstefnan sem stendur til sunnudags er einstakur vettvangur þar sem allir þeir sem láta sig umhverfismál varða eiga aðkomu, hvort sem það eru fulltrúar ríkja, rannsóknarstofnana, hagsmunasamtaka, vísindamanna eða einstaklingar. En Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem er einn aðalhvatamaðurinn að stofnun ráðstefnunnar, segir markmiðið einmitt að reyna að fá alla til að róa saman að sameiginlegu markmiði. Brýnast sé að þjóðir komi sér saman um meginreglurnar og regluverkið til að marka veginn til framtíðar. Angela Merkel tók undir þetta í sínu ávarpi og sagði jafnframt mikilvægt að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu verndar. „Það er hins vegar mun erfiðara að hafa stjórn á afleiðingum umhverfisslysa. Það gerir það enn meira áríðandi að stefnan varðandi norðurslóðir sé mótuð með varkárni. Ég yrði því ánægð ef við gætum náð samkomulagi um að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu sérstakrar verndar. En svæðið hefur nú þegar unnið sér táknræna stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ sagði Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Hringborð norðurslóða Harpa Þýskaland Norðurslóðir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira