Þau byrjuðu strax af miklum krafti og spilaðu aðallega lög af nýjustu plötu sinni Brighter Days. Salurinn dansaði, hoppaði og söng með allan tímann, stemmningin var mögnuð og hver einasti gestur með bros á vör.

Það má segja að svitinn og stuðið hafi margfaldast eftir uppklapp, er þau tóku slagarann Underwear, sem teygðist svo í lagið þeirra I Don't Want to Go To Sleep Either. Inn í þetta fléttuðu þau meðal annars lögin Kiling in The Name of, Wonderwall og næntís eðalinn The Key, The Secret.
FM Belfast stóðu svo sannarlega undir væntingum og miklu meira en það.
