Matur

Nýjasta æðið að drekka kaffi úr papriku

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þetta gæti orðið nýjasta tíska.
Þetta gæti orðið nýjasta tíska. Mynd/Crave.it
Að drekka kaffi úr papriku gæti orðið nýjasta æðið, að mati nokkurra bandarískra fjölmiðla. Kaffihúsið Crave.it setti þessa nýjung á markað fyrir skemmstu og hefur hún farið vel í viðskiptavini og blaðamenn sem hafa fjallað um hana.

Blaðamaður NY Daily News sagði: „Ekki gera lítið úr því að drekka kaffi úr papriku. Paprikan veitir gott mótvægi við biturt kaffibragðið og verður jafnvægið alveg fullkomið.“

Eigendur kaffihússins fengu hinn ítalsak Ettore Diana með sér í lið, en hann er þekktur fyrir að þróa sína eigin kaffidrykki. Hann kynnti ýmislegt fyrir viðskiptavinum Crave.it, en enginn drykkur vakti jafn mikla athygli og cappucino borinn fram í papriku. Drykkur sem innihélt skraut úr útskorinni melónu var einnig vinsæll.

Fjölmiðlar vestanhafs spá því að kaffi drukkið úr papriku geti orðið ný tíska í kaffidrykkju.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.