Andri Ólafsson ætlar að vera áfram á heimaslóðum en hann skrifaði í morgun undir nýjan samning við ÍBV.
Nýi samningurinn er til þriggja ára. Andri er því endanlega kominn heim eftir smá ævintýri hjá KR og Grindavík.
Andri gekk í raðir KR árið 2013 en spilaði ekkert með liðinu um sumarið vegna meiðsla. Í kjölfarið fór hann til Grindavíkur en skipti yfir í ÍBV um mitt síðasta tímabil.
Hann reyndist Eyjamönnum drjúgur í erfiðri baráttu og ætlar nú að vera áfram hjá sínu uppeldisfélagi.
Alls hefur Andri leikið 207 leiki í deild og bikar, þar af 198 fyrir ÍBV og alls hefur hann skorað 29 mörk.
Andri skrifaði undir hjá ÍBV

Mest lesið

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti


„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
Körfubolti

Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

Valur einum sigri frá úrslitum
Handbolti


Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Íslenski boltinn


„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Fyrsta deildartap PSG
Fótbolti