Einn skrítinn úr fortíðinni Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2014 15:16 Japanskur bíliðnaður er ekki eins og hann var fyrir 20 árum síðan. Til dæmis eru fáránlega sprettharðir sportbílar þaðan vart til í dag, með örfáum undantekningum þó. Margt undarlegt var framleitt í Japan sem féllu undir flokkinn „Kei cars“, sem voru agnarsmáir bílar. Einn þeirra sést hér og þar fer sannarlega undarlegur bíll. Hann var framleiddur af Suzuki fyrir Mazda og fékk nafnið Autozam AZ-1. Suzuki framleiddi síðar eigin útfærslu bílsins. Útlitið eitt nægir til að hræða flesta frá, en magnað er að sjá að þessi smái bíll er með mávahurðum, eða „gullwing“. Vélin er miðjusett í bílnum líkt og í mörgum ofursportbílum. Hann er að auki með risastóran vindkjúf að aftan. Bíllinn er afturhjóladrifinn. Aðeins 4.300 bílar voru smíðaðir af þessari gerð, sem gerir hann að einum fágætasta Kei bíl sem framleiddur hefur verið. Hann er líka einn fárra bíla þeirrar gerðar sem er með sporteiginleikum og smíðaður sem mikill akstursbíll. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent
Japanskur bíliðnaður er ekki eins og hann var fyrir 20 árum síðan. Til dæmis eru fáránlega sprettharðir sportbílar þaðan vart til í dag, með örfáum undantekningum þó. Margt undarlegt var framleitt í Japan sem féllu undir flokkinn „Kei cars“, sem voru agnarsmáir bílar. Einn þeirra sést hér og þar fer sannarlega undarlegur bíll. Hann var framleiddur af Suzuki fyrir Mazda og fékk nafnið Autozam AZ-1. Suzuki framleiddi síðar eigin útfærslu bílsins. Útlitið eitt nægir til að hræða flesta frá, en magnað er að sjá að þessi smái bíll er með mávahurðum, eða „gullwing“. Vélin er miðjusett í bílnum líkt og í mörgum ofursportbílum. Hann er að auki með risastóran vindkjúf að aftan. Bíllinn er afturhjóladrifinn. Aðeins 4.300 bílar voru smíðaðir af þessari gerð, sem gerir hann að einum fágætasta Kei bíl sem framleiddur hefur verið. Hann er líka einn fárra bíla þeirrar gerðar sem er með sporteiginleikum og smíðaður sem mikill akstursbíll.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent