Honda hefur framleitt 300 milljón mótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2014 10:07 Fyrsta fjöldaframleidda mótorhjól Honda, Dream Type-D. Það er ekki svo lítið að framleiða milljón mótorhjól, en að framleiða 300 milljón mótorhjól hlýtur að teljast þó nokkuð. Það hefur Honda einmitt gert á síðustu 65 árum, allar götur frá því að fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á því mótorhjóli sem á myndinni sést. Þetta fyrsta framleiðsluhjól Honda heitir Dream Type-D og er með mótor með 98cc sprengirými sem skilar 3 hestöflum. Þetta hjól var afar létt og meðfærilegt. Það sama á ekki beint við hjólið sem nú telst númer 300 milljón í röðinni, en það er Goldwing risahjól sem vegur ríflega 400 kíló og er með 1.832cc sprengirými. Þetta hjól er svo vel búið að vart er hægt að finna betur búna lúxusbíla. Í því er til dæmis iPod tengimöguleiki og það er með öryggispúða og skriðstilli. Þó lögð væri saman sala þeirra fjögurra bíla sem selst hafa mest í heiminum, þ.e. Ford Model T, Volkswagen bjalla, Toyota Corolla og AvtoVAZ-201 frá Rússlandi þá telja þeir aðeins 97 milljón bíla. Það er innan við þriðjungur magns þeirra mótorhjóla sem Honda hefur selt frá því fyrirtækið hóf framleiðslu þeirra. Honda Goldwing. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent
Það er ekki svo lítið að framleiða milljón mótorhjól, en að framleiða 300 milljón mótorhjól hlýtur að teljast þó nokkuð. Það hefur Honda einmitt gert á síðustu 65 árum, allar götur frá því að fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á því mótorhjóli sem á myndinni sést. Þetta fyrsta framleiðsluhjól Honda heitir Dream Type-D og er með mótor með 98cc sprengirými sem skilar 3 hestöflum. Þetta hjól var afar létt og meðfærilegt. Það sama á ekki beint við hjólið sem nú telst númer 300 milljón í röðinni, en það er Goldwing risahjól sem vegur ríflega 400 kíló og er með 1.832cc sprengirými. Þetta hjól er svo vel búið að vart er hægt að finna betur búna lúxusbíla. Í því er til dæmis iPod tengimöguleiki og það er með öryggispúða og skriðstilli. Þó lögð væri saman sala þeirra fjögurra bíla sem selst hafa mest í heiminum, þ.e. Ford Model T, Volkswagen bjalla, Toyota Corolla og AvtoVAZ-201 frá Rússlandi þá telja þeir aðeins 97 milljón bíla. Það er innan við þriðjungur magns þeirra mótorhjóla sem Honda hefur selt frá því fyrirtækið hóf framleiðslu þeirra. Honda Goldwing.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent