Tesla og BMW ræða samstarf um rafhlöður og koltrefjar Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 10:51 Verða Tesla bílar brátt smíðaðir úr koltrefjum frá BMW? Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent