Danski framherjinn Rolf Toft, sem skoraði sex mörk í ellefu leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni í sumar, útilokar ekki að snúa aftur í Garðabæinn.
Toft var á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Halmstad á dögunum og gekk vel, en svo var þjálfari liðsins rekinn.
„Ég fékk hrós frá þjálfaranum og hann sá það sem hann vonaðist til frá mér. En svo var hann rekinn í síðustu viku og ég hef ekkert heyrt meira frá þeim. Það verða ekki fleiri æfingar fyrir menn á reynslu hjá liðinu,“ segir Toft í viðtali við dönsku knattspyrnuvefsíðuna Bold.dk.
Toft fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni síðasta haust og gæti verið að hann endi aftur í Garðabænum finni hann sér ekki lið í stærri deild.
Henrik Bödker, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, fann Toft eins og svo marga aðra Dani fyrir liðið. Þó hann sé farinn skiptir það Toft ekki öllu máli.
„Ég útiloka ekki Stjörnuna, en það eru fleiri spennandi möguleikar í boði sem ég ætla að skoða fyrst,“ segir Toft.
„Henrik var stór ástæða þess að ég fór til Stjörnunnar upphaflega, þannig það skiptir máli að hann er farinn. Ég þekki samt fleiri á Íslandi núna þannig ég útiloka ekkert.“
Rolft Toft útilokar ekki að semja aftur við Stjörnuna
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
