Þrír skjálftar mældust yfir fjögur stig í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn og einn af sama styrkleika í nótt. Aðrir skjálftar voru vægari en virknin í heild álíka og undanfarna daga. Gasmengun frá gosinu í Holuhrauni berst nú til norðurs, eða frá Þistilfirði í austri og vestur á Tröllaskaga. Loftgæði eru með ágætum á öllum sjálfvirkum mælistöðvum.
Skjálftavirknin svipuð og verið hefur
