„Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2014 18:00 Eini pilturinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað segir ekki slæmt að vera einn með öllum stúlkunum og mælir með náminu fyrir alla stráka. Þótt eini hússtjórnarskólinn á landsbyggðinni heiti ekki lengur húsmæðraskóli eru stúlkur enn yfirgnæfandi í nemendahópnum og núna á haustönninni er bara einn strákur. Hann heitir Esra Elí Newman, er 17 ára og kemur úr Njarðvík. „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum. Maður er bara kóngurinn hérna,“ segir Esra. Við hittum hann í tíma í hreinlætisfræði þar sem hann var að læra hvernig best væri að skúra. Esra segist hafa valið skólann vegna þess að hann vildi læra að sjá um sig sjálfur. En mælir hann með náminu fyrir stráka? „Ég mæli með þessu fyrir alla stráka. Sérstaklega ef þú kannt ekki að elda, kannt ekki að hugsa um þig sjálfur.“ Um skólasysturnar segir hann: „Sumar eru bara eins og stórar systur. Þetta eru bara allt vinkonur mínar, - vinir mínir.“Skólahúsið reis árið 1930 í burstabæjarstíl. Heimavistin er í risinu á efri hæðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar var okkur sagt að skólinn hefði frá fyrstu tíð haft sterkt aðdráttarafl fyrir stráka á Fljótsdalshéraði en með öðrum hætti; þeir snigluðust gjarnan í kringum heimavistina. „Vetrarhjálpin lætur alltaf sjá sig hérna á veturna,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari. „Við köllum strákana sem sagt, - það er vetrarhjálpin. Þeir koma bara og kíkja á stelpurnar.“ Fjallað var um lífið í Handverks- og hússtjórnarskólanum í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Eini pilturinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað segir ekki slæmt að vera einn með öllum stúlkunum og mælir með náminu fyrir alla stráka. Þótt eini hússtjórnarskólinn á landsbyggðinni heiti ekki lengur húsmæðraskóli eru stúlkur enn yfirgnæfandi í nemendahópnum og núna á haustönninni er bara einn strákur. Hann heitir Esra Elí Newman, er 17 ára og kemur úr Njarðvík. „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum. Maður er bara kóngurinn hérna,“ segir Esra. Við hittum hann í tíma í hreinlætisfræði þar sem hann var að læra hvernig best væri að skúra. Esra segist hafa valið skólann vegna þess að hann vildi læra að sjá um sig sjálfur. En mælir hann með náminu fyrir stráka? „Ég mæli með þessu fyrir alla stráka. Sérstaklega ef þú kannt ekki að elda, kannt ekki að hugsa um þig sjálfur.“ Um skólasysturnar segir hann: „Sumar eru bara eins og stórar systur. Þetta eru bara allt vinkonur mínar, - vinir mínir.“Skólahúsið reis árið 1930 í burstabæjarstíl. Heimavistin er í risinu á efri hæðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar var okkur sagt að skólinn hefði frá fyrstu tíð haft sterkt aðdráttarafl fyrir stráka á Fljótsdalshéraði en með öðrum hætti; þeir snigluðust gjarnan í kringum heimavistina. „Vetrarhjálpin lætur alltaf sjá sig hérna á veturna,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari. „Við köllum strákana sem sagt, - það er vetrarhjálpin. Þeir koma bara og kíkja á stelpurnar.“ Fjallað var um lífið í Handverks- og hússtjórnarskólanum í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15