Hvítur vinsælasti bílaliturinn í ár Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2014 16:37 Hvítur er tískuliturinn í ár. PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent
PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent