Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2014 11:39 Kristjáni Gunnarssyni fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni kemur ekki á óvart þó Siggi og Oddur Andri eru hornreka í Hörgárdal. Deilurnar í Hörgárdal hafa tekið óvænta stefnu. Svo virðist sem MS hafi brotið trúnað á þeim Sigurði Hrafni Sigurðssyni og Oddi Andra Thomassyni Ahrens, eða Sigga og Oddi Andra, með því að gera opinberar kvartanir þeirra og ábendingar. Vísir hefur greint frá harkalegum deilum þeirra við nágranna sína í Hörgárdal, þau Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur bændur að Auðbrekku 1, en bændurnir hafa ekki viljað tjá sig um málið, að ráði lögmanns síns. Það gerir hins vegar Kristján Gunnarsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá MS, en hann upplýsti á dögunum, í bréfi til Vísis, að honum komi ekki á óvart að parið Siggi og Oddur Andri séu hornreka í Hörgárdal. Þannig sé nú mál með vexti og þeir hafi verið í því að dreifa gróusögum um Auðbrekkubændur og saka um sóðaskap, illa umgengni og annað slæmt. Vilja afsökunarbeiðni frá MS Þetta veit Kristján því fyrir um tveimur árum barst mjólkurbússtjóra MS á Akureyri bréf frá þeim þar sem þeir vöktu athygli á þessu. Skemmst er frá því að segja að þetta kom honum sem eftirlitsmanni á óvart, hann var sendur á staðinn til skyndiskoðunar til að sannreyna „mætti mjög alvarlegan áburð þeirra Sigurðar og Andra. Það er skemmst frá að segja að áburður þessi reyndist með öllu tilhæfulaus og engar sögur gengu í sveitinni um sóðaskap mjólkurbænda í Auðbrekku,“ segir Kristján: „Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum.“ Í samtali við Vísi segir Oddur Andri klárt að þarna sé verið að brjóta trúnað við þá. Hvernig getur almenningur treyst því að ábendingar sem þessar verði ekki gerðar heyrinkunnar; að þær séu meðhöndlaðar þannig að eftirlitsmaðurinn segir viðkomandi hver hafi bent á hugsanleg brot? Oddur Andri gerir fastlega ráð fyrir því að þeir Siggi muni fara fram á formlega afsökunarbeiðni frá MS. Lögmaður þeirra er nú að skoða málið. „Við getum ekki látið þá komast upp með þetta,“ segir Oddur Andri. Og hann telur þetta benda til þess að þarna sé um býsna samansúrraða klíku að ræða sem lítur svo á að hún sé með öllu ósnertanleg. Einar Sigurðsson hjá MS. Hann segir almennu vinnureglu fyrirtækisins þá að upplýsa ekki um hvaðan ábendingar koma. MS upplýsir ekki hvaðan ábendingar berast Einar Sigurðsson forstjóri MS þekkir ekki þetta tiltekna mál og teystir sér ekki til að tjá sig um það sem slíkt: „En, við rekum okkar eigið gæðaeftirlit, sem kemur til viðbótar opinberu eftirliti matvælastofnunar. Það getur verið að eigin frumkvæði bænda, og það er langalgengast en öll mjólk er gæðamæld og ef eitthvað ber út af er það strax skoðað. Svo geta komið fram ábendingar ýmist héðan innanhúss eða frá öðrum aðilum. Þá er því alltaf fylgt eftir og þá er framleiðendum aldrei gerð grein fyrir því hvernig það ber að. En við fylgjum öllu eftir. Almenna vinnureglan er þessi,“ segir Einar. Ekki verður betur séð en Kristján hafi brotið þessa reglu MS, en þá er til þess að líta að hann er fyrrverandi starfsmaður. Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Deilurnar í Hörgárdal hafa tekið óvænta stefnu. Svo virðist sem MS hafi brotið trúnað á þeim Sigurði Hrafni Sigurðssyni og Oddi Andra Thomassyni Ahrens, eða Sigga og Oddi Andra, með því að gera opinberar kvartanir þeirra og ábendingar. Vísir hefur greint frá harkalegum deilum þeirra við nágranna sína í Hörgárdal, þau Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur bændur að Auðbrekku 1, en bændurnir hafa ekki viljað tjá sig um málið, að ráði lögmanns síns. Það gerir hins vegar Kristján Gunnarsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá MS, en hann upplýsti á dögunum, í bréfi til Vísis, að honum komi ekki á óvart að parið Siggi og Oddur Andri séu hornreka í Hörgárdal. Þannig sé nú mál með vexti og þeir hafi verið í því að dreifa gróusögum um Auðbrekkubændur og saka um sóðaskap, illa umgengni og annað slæmt. Vilja afsökunarbeiðni frá MS Þetta veit Kristján því fyrir um tveimur árum barst mjólkurbússtjóra MS á Akureyri bréf frá þeim þar sem þeir vöktu athygli á þessu. Skemmst er frá því að segja að þetta kom honum sem eftirlitsmanni á óvart, hann var sendur á staðinn til skyndiskoðunar til að sannreyna „mætti mjög alvarlegan áburð þeirra Sigurðar og Andra. Það er skemmst frá að segja að áburður þessi reyndist með öllu tilhæfulaus og engar sögur gengu í sveitinni um sóðaskap mjólkurbænda í Auðbrekku,“ segir Kristján: „Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum.“ Í samtali við Vísi segir Oddur Andri klárt að þarna sé verið að brjóta trúnað við þá. Hvernig getur almenningur treyst því að ábendingar sem þessar verði ekki gerðar heyrinkunnar; að þær séu meðhöndlaðar þannig að eftirlitsmaðurinn segir viðkomandi hver hafi bent á hugsanleg brot? Oddur Andri gerir fastlega ráð fyrir því að þeir Siggi muni fara fram á formlega afsökunarbeiðni frá MS. Lögmaður þeirra er nú að skoða málið. „Við getum ekki látið þá komast upp með þetta,“ segir Oddur Andri. Og hann telur þetta benda til þess að þarna sé um býsna samansúrraða klíku að ræða sem lítur svo á að hún sé með öllu ósnertanleg. Einar Sigurðsson hjá MS. Hann segir almennu vinnureglu fyrirtækisins þá að upplýsa ekki um hvaðan ábendingar koma. MS upplýsir ekki hvaðan ábendingar berast Einar Sigurðsson forstjóri MS þekkir ekki þetta tiltekna mál og teystir sér ekki til að tjá sig um það sem slíkt: „En, við rekum okkar eigið gæðaeftirlit, sem kemur til viðbótar opinberu eftirliti matvælastofnunar. Það getur verið að eigin frumkvæði bænda, og það er langalgengast en öll mjólk er gæðamæld og ef eitthvað ber út af er það strax skoðað. Svo geta komið fram ábendingar ýmist héðan innanhúss eða frá öðrum aðilum. Þá er því alltaf fylgt eftir og þá er framleiðendum aldrei gerð grein fyrir því hvernig það ber að. En við fylgjum öllu eftir. Almenna vinnureglan er þessi,“ segir Einar. Ekki verður betur séð en Kristján hafi brotið þessa reglu MS, en þá er til þess að líta að hann er fyrrverandi starfsmaður.
Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31
Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10
Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45