Matur

Ljúffengar piparkökutrufflur - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Piparkökutrufflur

1 1/2 bolli piparkökumylsna

100 g mjúkur rjómaostur

100 g hvítt súkkulaði

skraut að eigin vali



Myljið piparkökurnar í matvinnsluvél og blandið vel saman við rjómaostinn. Búið til kúlur úr deiginu og raðið þeim á plötu sem er klædd með bökunarpappír. Frystið kúlurnar í um þrjátíu mínútur. Bræðið hvíta súkkulaðið. Stingið tannstöngul í hverja kúlu og dýfið henni ofan í hvíta súkkulaðið. Setjið kúluna á plötuna aftur og leyfið súkkulaðinu að storkna. Ef þið viljið skreyta trufflurnar þá verðið þið að gera það áður en súkkulaðið storknar.

Fengið hér.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.