Mustang slær út Camaro í sölu Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 09:43 Ford Mustang árgerð 2015. Bandarísku kraftakögglarnir Ford Mustang og Chevrolet Camaro hafa allt frá því á sjöunda áratug síðustu aldar barist um hylli þeirra bílkaupenda sem vilja hafa mikið hestastóð í húddinu. Síðan þá hefur Mustang oftar haft yfirhöndina er kemur að fjölda seldra bíla, en frá árinu 209 hefur Camaro hinsvegar selst meira en Mustang, enda kom ný gerð hans á markað það árið. Það sama er að gerast núna, því með nýrri kynslóð Mustang bílsins hefur Ford aftur tekið forystuna í sölu og það með trukki og dýfu í síðasta mánuði. Nýliðinn nóvember er fyrsti heili sölumánuður nýs Mustang bíls og rauk hann út til kaupenda. Hann seldist í 8.728 eintökum í mánuðinum en á meðan seldist Camaro í 4.385 eintökum. Sala Mustang fór upp um 62%, en sala Camaro niður um 13,5%. Þrátt fyrir þennan mikla mun er sala Camaro meiri á árinu en sala Mustang. Camaro hefur selst í 79.669 eintökum en Mustang í 73.124 eintökum. Því er allt útlit fyrir það að Camaro hafi sölusigur yfir Mustang sjötta árið í röð, þó svo gera megi ráð fyrir því að sala Mustang verði meiri en Camaro á næsta ári. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Bandarísku kraftakögglarnir Ford Mustang og Chevrolet Camaro hafa allt frá því á sjöunda áratug síðustu aldar barist um hylli þeirra bílkaupenda sem vilja hafa mikið hestastóð í húddinu. Síðan þá hefur Mustang oftar haft yfirhöndina er kemur að fjölda seldra bíla, en frá árinu 209 hefur Camaro hinsvegar selst meira en Mustang, enda kom ný gerð hans á markað það árið. Það sama er að gerast núna, því með nýrri kynslóð Mustang bílsins hefur Ford aftur tekið forystuna í sölu og það með trukki og dýfu í síðasta mánuði. Nýliðinn nóvember er fyrsti heili sölumánuður nýs Mustang bíls og rauk hann út til kaupenda. Hann seldist í 8.728 eintökum í mánuðinum en á meðan seldist Camaro í 4.385 eintökum. Sala Mustang fór upp um 62%, en sala Camaro niður um 13,5%. Þrátt fyrir þennan mikla mun er sala Camaro meiri á árinu en sala Mustang. Camaro hefur selst í 79.669 eintökum en Mustang í 73.124 eintökum. Því er allt útlit fyrir það að Camaro hafi sölusigur yfir Mustang sjötta árið í röð, þó svo gera megi ráð fyrir því að sala Mustang verði meiri en Camaro á næsta ári.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent