Maserati á flugi Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 11:05 Maserati Alfieri Coupe á bílasýningunni í Genf. Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi fleiri bíla á fyrri helmingi þessa árs en allt árið í fyrra og stefnir í 30.000 bíla sölu fyrirtækisins í ár. Dæmi um aðra eins velgengni bílaframleiðenda er vart að finna á þessu ári. Það er frábær sala í bílgerðunum Quattroporte og Ghibli sem skýrir út þessa miklu söluaukningu. Maserati áformar að selja 75.000 bíla á ári frá og með árinu 2018 og því ætlar Maserati að ná með smíði lúxusjeppa. Nú er unnið að þróun þessa jeppa sem fengið hefur nafnið Levante og hefst framleiðsla á honum á næsta ári. Ennfremur stendur yfir þróun tveggja sæta coupe bíls sem keppa á við Porsche 911 og fær sá bíll nafnið Alfieri. Sá bíll á að koma á markað árið 2016 og blæjuútfærsla hans ári seinna. Maserati hefur verið í eigu Fiat frá árinu 1993. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi fleiri bíla á fyrri helmingi þessa árs en allt árið í fyrra og stefnir í 30.000 bíla sölu fyrirtækisins í ár. Dæmi um aðra eins velgengni bílaframleiðenda er vart að finna á þessu ári. Það er frábær sala í bílgerðunum Quattroporte og Ghibli sem skýrir út þessa miklu söluaukningu. Maserati áformar að selja 75.000 bíla á ári frá og með árinu 2018 og því ætlar Maserati að ná með smíði lúxusjeppa. Nú er unnið að þróun þessa jeppa sem fengið hefur nafnið Levante og hefst framleiðsla á honum á næsta ári. Ennfremur stendur yfir þróun tveggja sæta coupe bíls sem keppa á við Porsche 911 og fær sá bíll nafnið Alfieri. Sá bíll á að koma á markað árið 2016 og blæjuútfærsla hans ári seinna. Maserati hefur verið í eigu Fiat frá árinu 1993.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent