Bill Gates tók þátt í ísfötuáskoruninni.Mynd/Facebook
Facebook hefur birt myndband þar sem árið 2014 er gert upp. Í myndbandinu eru sýndar myndir af mörgum þeim atburðum sem upp úr standa á árinu, auk þess að margra þeirra sem féllu frá á árinu er minnst.
Í myndbandinu má meðal annars sjá myndir frá heimsmeistaramótinu í fótbolta, ísfötuáskorunum, frægum ræðum Malölu Yousafzai og Emmu Watson, fólk dansandi við „Happy“, lagi Pharrell Williams og fleira og fleira.
Myndbandið er tæpar tvær mínútur á lengd og má sjá í heild sinni að neðan.