Blindan á stóru myndina Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. janúar 2014 06:00 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, skrifaði í síðustu viku grein á vef sinn, sem vakti talsverða athygli. Þar gagnrýnir hann harðlega að sorpbrennslustöðin í Vestmannaeyjum skyldi svipt starfsleyfi vegna þess að hún uppfyllti ekki reglur um mengunarvarnir. Elliði bendir á að eftir að hætt var að brenna sorp í Eyjum þurfi að flytja það upp á land með ærnum tilkostnaði og mengun frá samgöngutækjum. Eyjamenn þurfi að brenna meiri dísilolíu til orkuöflunar. Sorphirðugjöld í bænum hafi hækkað um 77 prósent. Elliði sparar ekki stóru orðin um „umhverfistöffaraskap“, „ofstæki gegn sorpbrennslum“, að umræðan um díoxínmengun frá sorpbrennslunni hafi einkennzt af „móðursýki og vitleysisgangi“ og umhverfisyfirvöld séu að „slá sig til riddara á kostnað heimila í Eyjum“. Sá sem les grein hans getur auðveldlega dregið þá ályktun að umhverfisyfirvöld hafi ekki horft á stóru myndina, heldur einblínt á reglur um sorpbrennslu og ekki áttað sig á að verið væri að búa til mengun og kostnað með því að framfylgja þeim. En málið er ekki svo einfalt, af því að myndin er miklu stærri en sú sem bæjarstjórinn dregur upp. Sorpbrennslan í Eyjum uppfyllti ekki Evrópureglur, sem Íslandi ber að fara eftir. Þær reglur eru meðal annars til komnar vegna áralangrar baráttu íslenzkra stjórnvalda fyrir því að settar verði strangar reglur um mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna frá landstöðvum. Díoxín er stórhættulegt eiturefni og er eitt þessara þrávirku efna. Mengun af þeirra völdum hefur verið kölluð ein alvarlegasta umhverfisógn sem Ísland stendur frammi fyrir. Efnin berast frá þéttbýlli heimshlutum með hafstraumum og setjast í fituvef sjávarlífvera. Barátta Íslands fyrir ströngum reglum um losun þessara efna er ekki sízt til komin vegna ótta við að mengun í fiski á Íslandsmiðum gæti náð því marki að neytendur forðuðust hann eða hann yrði óhæfur til sölu á mörkuðum. Við getum ekki ætlazt til þess að önnur ríki fari eftir reglum um díoxínmengun frá sorpbrennslum ef við gerum það ekki sjálf. Það kaldhæðnislega er að á sínum tíma fengu eldri sorpbrennslur á Íslandi undanþágu frá Evrópureglunum vegna þess að einstök sveitarfélög höfðu áhyggjur af kostnaðinum við að endurnýja brennslurnar þannig að þær stæðust kröfur. Fresturinn sem var keyptur með þeirri undanþágu var ekki alls staðar notaður til að koma mengunarmálunum í lag. Ef allir borgar- og bæjarstjórar í nágrannalöndum okkar horfðu jafnþröngt á málið og Elliði Vignisson, tregðuðust við að fara eftir reglunum og hefðu sitt fram, steðjaði mun meiri hætta að afkomu sjávarbyggða á Íslandi en raunin er. Reglurnar stuðla að því að vernda auðlind sem þær eiga margar allt sitt undir. Elliði segir í niðurlagi greinar sinnar að líklega verði horft til þess á næsta kjörtímabili bæjarstjórnar að hefja á ný sorpbrennslu til orkuöflunar. Það verður þá í sorpbrennslustöð, sem uppfyllir alþjóðlegar reglur. Hana geta Eyjamenn borgað glaðir, vitandi að þeir stuðla þannig að því að varðveita sjálft lífsviðurværi sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, skrifaði í síðustu viku grein á vef sinn, sem vakti talsverða athygli. Þar gagnrýnir hann harðlega að sorpbrennslustöðin í Vestmannaeyjum skyldi svipt starfsleyfi vegna þess að hún uppfyllti ekki reglur um mengunarvarnir. Elliði bendir á að eftir að hætt var að brenna sorp í Eyjum þurfi að flytja það upp á land með ærnum tilkostnaði og mengun frá samgöngutækjum. Eyjamenn þurfi að brenna meiri dísilolíu til orkuöflunar. Sorphirðugjöld í bænum hafi hækkað um 77 prósent. Elliði sparar ekki stóru orðin um „umhverfistöffaraskap“, „ofstæki gegn sorpbrennslum“, að umræðan um díoxínmengun frá sorpbrennslunni hafi einkennzt af „móðursýki og vitleysisgangi“ og umhverfisyfirvöld séu að „slá sig til riddara á kostnað heimila í Eyjum“. Sá sem les grein hans getur auðveldlega dregið þá ályktun að umhverfisyfirvöld hafi ekki horft á stóru myndina, heldur einblínt á reglur um sorpbrennslu og ekki áttað sig á að verið væri að búa til mengun og kostnað með því að framfylgja þeim. En málið er ekki svo einfalt, af því að myndin er miklu stærri en sú sem bæjarstjórinn dregur upp. Sorpbrennslan í Eyjum uppfyllti ekki Evrópureglur, sem Íslandi ber að fara eftir. Þær reglur eru meðal annars til komnar vegna áralangrar baráttu íslenzkra stjórnvalda fyrir því að settar verði strangar reglur um mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna frá landstöðvum. Díoxín er stórhættulegt eiturefni og er eitt þessara þrávirku efna. Mengun af þeirra völdum hefur verið kölluð ein alvarlegasta umhverfisógn sem Ísland stendur frammi fyrir. Efnin berast frá þéttbýlli heimshlutum með hafstraumum og setjast í fituvef sjávarlífvera. Barátta Íslands fyrir ströngum reglum um losun þessara efna er ekki sízt til komin vegna ótta við að mengun í fiski á Íslandsmiðum gæti náð því marki að neytendur forðuðust hann eða hann yrði óhæfur til sölu á mörkuðum. Við getum ekki ætlazt til þess að önnur ríki fari eftir reglum um díoxínmengun frá sorpbrennslum ef við gerum það ekki sjálf. Það kaldhæðnislega er að á sínum tíma fengu eldri sorpbrennslur á Íslandi undanþágu frá Evrópureglunum vegna þess að einstök sveitarfélög höfðu áhyggjur af kostnaðinum við að endurnýja brennslurnar þannig að þær stæðust kröfur. Fresturinn sem var keyptur með þeirri undanþágu var ekki alls staðar notaður til að koma mengunarmálunum í lag. Ef allir borgar- og bæjarstjórar í nágrannalöndum okkar horfðu jafnþröngt á málið og Elliði Vignisson, tregðuðust við að fara eftir reglunum og hefðu sitt fram, steðjaði mun meiri hætta að afkomu sjávarbyggða á Íslandi en raunin er. Reglurnar stuðla að því að vernda auðlind sem þær eiga margar allt sitt undir. Elliði segir í niðurlagi greinar sinnar að líklega verði horft til þess á næsta kjörtímabili bæjarstjórnar að hefja á ný sorpbrennslu til orkuöflunar. Það verður þá í sorpbrennslustöð, sem uppfyllir alþjóðlegar reglur. Hana geta Eyjamenn borgað glaðir, vitandi að þeir stuðla þannig að því að varðveita sjálft lífsviðurværi sitt.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun