Gátu ekki sótt sorp vegna hálku Þorgils Jónsson skrifar 10. janúar 2014 08:47 Sorphirðumenn treystu sér meðal annars ekki til þess að fara upp þessa brekku í Kúrlandi til að sækja sorptunnur. Fréttablaðið/Valli Ekki hefur verið sótt heimilissorp í sum húsin í Fossvoginum í Reykjavík síðan fyrir áramót. Borgaryfirvöld segja ástæðuna þá að hálka á götum hafi hamlað sorphirðufólki og því hafi sorpið ekki verið sótt þar að þessu sinni. Íbúi í hverfinu, sem ekki vildi koma fram undir nafni, lýsti yfir óánægju með þjónustuna. Hann hafi haldið að sorphirða hefði tafist vegna hátíðanna, en þegar hann hafði samband við borgina var honum tjáð að hann þyrfti að bíða fram að næsta sorphirðudegi, eða panta sérferð til að láta sækja sorpið, sem myndi kosta á fjórða þúsund króna.Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að sorphirðumenn hafi þurft frá að hverfa vegna hálku á stöku stað í borginni. „Við höfum boðið fólki, ef þetta gerist, að setja umframsorp við tunnuna sem verður þá tekið með næst.“ Meðal umkvörtunarefna er að ekki hafi verið látið vita að sorphirðufólk hafi þurft frá að hverfa. Eygerður segir hins vegar lítið við því að gera. „Það er erfitt að segja fyrirfram hvort hægt sé að sækja tunnur í ákveðnum götum fyrr en komið er á staðinn,“ segir Eygerður og bendir á að sorphirðudagatal megi nálgast á slóðinni pappirerekkirusl.is og íbúar geti gert ráðstafanir eftir því. „Það verður líka að horfa til vinnuaðstæðna okkar starfsfólks og það að draga tunnur upp glerhálar brekkur er vafasamt frá öryggissjónarmiði og oft ómögulegt að komast um.“ Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Ekki hefur verið sótt heimilissorp í sum húsin í Fossvoginum í Reykjavík síðan fyrir áramót. Borgaryfirvöld segja ástæðuna þá að hálka á götum hafi hamlað sorphirðufólki og því hafi sorpið ekki verið sótt þar að þessu sinni. Íbúi í hverfinu, sem ekki vildi koma fram undir nafni, lýsti yfir óánægju með þjónustuna. Hann hafi haldið að sorphirða hefði tafist vegna hátíðanna, en þegar hann hafði samband við borgina var honum tjáð að hann þyrfti að bíða fram að næsta sorphirðudegi, eða panta sérferð til að láta sækja sorpið, sem myndi kosta á fjórða þúsund króna.Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að sorphirðumenn hafi þurft frá að hverfa vegna hálku á stöku stað í borginni. „Við höfum boðið fólki, ef þetta gerist, að setja umframsorp við tunnuna sem verður þá tekið með næst.“ Meðal umkvörtunarefna er að ekki hafi verið látið vita að sorphirðufólk hafi þurft frá að hverfa. Eygerður segir hins vegar lítið við því að gera. „Það er erfitt að segja fyrirfram hvort hægt sé að sækja tunnur í ákveðnum götum fyrr en komið er á staðinn,“ segir Eygerður og bendir á að sorphirðudagatal megi nálgast á slóðinni pappirerekkirusl.is og íbúar geti gert ráðstafanir eftir því. „Það verður líka að horfa til vinnuaðstæðna okkar starfsfólks og það að draga tunnur upp glerhálar brekkur er vafasamt frá öryggissjónarmiði og oft ómögulegt að komast um.“
Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira