Víbrandi afturendi Miley Cyrus Atli Fannar Bjarkason skrifar 23. janúar 2014 06:00 Það sem gerðist í Smáralind síðdegis sunnudaginn fimmta janúar var yfirlýsing. Unga fólkið var að segja okkur sem hlustuðum á Ladda á vínyl og drukkum Ískóla að byltingin sé handan við hornið og að hún verði fönguð á sex sekúndna myndband á Vine-síðu Jerome Jarre. Byltingin verður ekki blóðug. Við þurfum ekki einu sinni að kalla hana byltingu. Kynslóðaskipti er nær lagi og þau eru óumflýjanleg. Það sem gerir væntanleg kynslóðaskipti merkilegri en þau síðustu er að nú mætir á svæðið kynslóð sem er tilbúin að byrja upp á nýtt. Til fjandans með pappírsmiðla, línulega sjónvarpsdagskrá og Spaugstofuna — þau vilja nýtt upphaf. Þau nenna ekki einu sinni að nota Facebook vegna þess að ég og hinir steingervingarnir erum þar að rífast um nasisma. Þessi kynslóð hefur aldrei heyrt um dagblöð. Hún veit ekki einu sinni að það er hægt að nota pappír annars staðar en klofvega á klósetti. Hún skoðar ekki hefðbundna fréttamiðla — fjandinn hafi það, hún hefur ekki lesið neitt sem er lengra en 140 slaga tíst á Twitter. Þessi tiltekna bylting borðar ekki börn — hún er gerð af börnum sem hugsa á svo miklu róttækari hátt en kynslóðin þar á undan, sem trúir enn að gamaldags draslið sem hún notar sé ómissandi. Sem dæmi um kraftinn sem leysist úr læðingi við kynslóðaskiptin þá tók Vine-stjörnurnar tvær aðeins sex sekúndur að troða fleiri ungmennum inn í Smáralind en jólin og janúarútsölurnar til samans. Þessar sex sekúndur höfðuðu betur til framtíðarneytenda þjóðarinnar en allar heilsíðuauglýsingar síðasta árs. Þessir strákar búa yfir meiri mætti en rúmast í öllum fjárhagsáætlunum sem hafa verið settar saman á Íslandi síðasta áratuginn. Við sem fæddumst á síðustu öld þurfum samt ekki að leggja niður störf. Við eigum eflaust nokkur góð ár eftir sem við getum nýtt í að rífast á Facebook, hamstra magnesíum og góna á víbrandi afturenda Miley Cyrus, eins og risaeðlurnar sem störðu vanmáttugar á loftsteininn sem tortímdi þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Það sem gerðist í Smáralind síðdegis sunnudaginn fimmta janúar var yfirlýsing. Unga fólkið var að segja okkur sem hlustuðum á Ladda á vínyl og drukkum Ískóla að byltingin sé handan við hornið og að hún verði fönguð á sex sekúndna myndband á Vine-síðu Jerome Jarre. Byltingin verður ekki blóðug. Við þurfum ekki einu sinni að kalla hana byltingu. Kynslóðaskipti er nær lagi og þau eru óumflýjanleg. Það sem gerir væntanleg kynslóðaskipti merkilegri en þau síðustu er að nú mætir á svæðið kynslóð sem er tilbúin að byrja upp á nýtt. Til fjandans með pappírsmiðla, línulega sjónvarpsdagskrá og Spaugstofuna — þau vilja nýtt upphaf. Þau nenna ekki einu sinni að nota Facebook vegna þess að ég og hinir steingervingarnir erum þar að rífast um nasisma. Þessi kynslóð hefur aldrei heyrt um dagblöð. Hún veit ekki einu sinni að það er hægt að nota pappír annars staðar en klofvega á klósetti. Hún skoðar ekki hefðbundna fréttamiðla — fjandinn hafi það, hún hefur ekki lesið neitt sem er lengra en 140 slaga tíst á Twitter. Þessi tiltekna bylting borðar ekki börn — hún er gerð af börnum sem hugsa á svo miklu róttækari hátt en kynslóðin þar á undan, sem trúir enn að gamaldags draslið sem hún notar sé ómissandi. Sem dæmi um kraftinn sem leysist úr læðingi við kynslóðaskiptin þá tók Vine-stjörnurnar tvær aðeins sex sekúndur að troða fleiri ungmennum inn í Smáralind en jólin og janúarútsölurnar til samans. Þessar sex sekúndur höfðuðu betur til framtíðarneytenda þjóðarinnar en allar heilsíðuauglýsingar síðasta árs. Þessir strákar búa yfir meiri mætti en rúmast í öllum fjárhagsáætlunum sem hafa verið settar saman á Íslandi síðasta áratuginn. Við sem fæddumst á síðustu öld þurfum samt ekki að leggja niður störf. Við eigum eflaust nokkur góð ár eftir sem við getum nýtt í að rífast á Facebook, hamstra magnesíum og góna á víbrandi afturenda Miley Cyrus, eins og risaeðlurnar sem störðu vanmáttugar á loftsteininn sem tortímdi þeim.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun