Lebowski bar með sigurdrykkinn 12. febrúar 2014 12:00 Það er alltaf gaman á Lebowski bar og á því verður engin undantekning um helgina þegar Reykjavík Cocktail Weekend-hátíðin verður haldin. vísir/Stefán Lebowski bar verður með í Reykjavík Cocktail Weekend og verða þar nokkrir kokteilar á tilboði. „Við verðum með fjóra kokteila á hlægilegu verði eða á þúsund krónur glasið,“ segir Helgi Tómas Sigurðarson, vaktstjóri á Lebowski bar. „Við verðum á léttu nótunum hér á Lebowski og bjóðum upp á þetta svakalega tilboð bæði á föstudag og laugardag frá klukkan átta.“Girnilegir kokteilar á tilboðiKokteilarnir verða hverjir öðrum betri að sögn Helga en þeir bera allir skemmtileg nöfn. „Fyrstan skal nefna kokteilinn Hoffman en hann er til minningar um leikarann Philip Seymour Hoffman sem lést á dögunum. Hoffman lék í myndinni Big Lebowski sem barinn er nefndur eftir þannig að hann átti stað í hjörtum okkar hér á Lebowski. Síðan er það Holy Moly sem er risastór, ferskur, bleikur drykkur. Það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér drykkinn er einmitt „hólímólí“, þaðan kemur nafnið. Svo er það drykkurinn Jesus en það var persóna í myndinni sem var kölluð Jesus. Fjórði kokteillinn er svo Darth Vader sem er ein aðalpersónan í Stjörnustríðsmyndunum en strákurinn sem bjó drykkinn til er mikill aðdáandi þeirra mynda. Sá drykkur er svartur enda með dassi af pepsí í. Við verðum einnig með einn óáfengan drykk en hann er mjög einfaldur hjá okkur, hann heitir Preggó og er stórt sódavatnsglas með sítrónu,“ segir Helgi.Hoffman sigurvegariHelgi segir Hoffman vera það góðan kokteil að ef Lebowski bar tæki þátt í barþjónakeppninni sem haldin verður í lok Reykjavík Cocktail Weekend yrði hann sigurvegari. „Við erum ekki faglærð hérna á Lebowski en ef við værum með myndum við taka titilinn. Hoffman er sigurvegari.“Þeir Haraldur og Helgi á Lebowski verða á léttu nótunum um helgina og ætla að bjóða upp á kokteilinn Hoffman.Myndir/stefánFlott tónlist og góður maturÁ Lebowski bar er hægt að fá sér að snæða til klukkan tíu á kvöldin alla daga. „Við erum með flottan matseðil og meðal annars tvo hamborgara sem allir verða að smakka, HoneybooBBQ og Steikarborgara. Hjá okkur er alltaf mikið stuð og á fimmtudögum er hér Movie-Quiz og þá er allt troðfullt. Við erum með tvær hæðir og efri hæðin er opnuð á miðnætti. Hún er hentug fyrir hópa og er gott að panta hana snemma þar sem hún er uppbókuð hverja helgi. Það er mikið að gera öll kvöld og viðskiptavinirnir eru á breiðu aldursbili. Við spilum líka fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem allir geta dansað við,“ segir Helgi.Darth VaderDarth Vader3 cl SouthernComfort Lime3 cl Smirnoff Green Apple1½ cl AmarettoDass lime-safi*Hrist*Fyllt upp með pepsiHoly MolyHoly Moly3 cl Baccardi Razz1½ cl Cointreau1½ cl Smirnoff Green Apple1½ cl Peach-líkjör1½ cl jarðarberjasíróp15 cl trönuberjasafi6 cl ananassafi2 lime-sneiðarDass eggjahvíta*Hrist*Hátt kokteilglasmeð kirsuberi á toppnum Lime á brúninaJesusJesus3 cl Smirnoff Green Apple3 cl Sourz grænn3 cl CuraÇao Blue½6 cl appelsínusafiFyllt upp með Red Bull Lime á brúninaHoffmanHoffman3 cl rjómi3 cl Kahlúa3 cl Kaniltá*Hrist*Hellt í viskíglasÞeyttur rjómi og kanill á toppnum Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
Lebowski bar verður með í Reykjavík Cocktail Weekend og verða þar nokkrir kokteilar á tilboði. „Við verðum með fjóra kokteila á hlægilegu verði eða á þúsund krónur glasið,“ segir Helgi Tómas Sigurðarson, vaktstjóri á Lebowski bar. „Við verðum á léttu nótunum hér á Lebowski og bjóðum upp á þetta svakalega tilboð bæði á föstudag og laugardag frá klukkan átta.“Girnilegir kokteilar á tilboðiKokteilarnir verða hverjir öðrum betri að sögn Helga en þeir bera allir skemmtileg nöfn. „Fyrstan skal nefna kokteilinn Hoffman en hann er til minningar um leikarann Philip Seymour Hoffman sem lést á dögunum. Hoffman lék í myndinni Big Lebowski sem barinn er nefndur eftir þannig að hann átti stað í hjörtum okkar hér á Lebowski. Síðan er það Holy Moly sem er risastór, ferskur, bleikur drykkur. Það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér drykkinn er einmitt „hólímólí“, þaðan kemur nafnið. Svo er það drykkurinn Jesus en það var persóna í myndinni sem var kölluð Jesus. Fjórði kokteillinn er svo Darth Vader sem er ein aðalpersónan í Stjörnustríðsmyndunum en strákurinn sem bjó drykkinn til er mikill aðdáandi þeirra mynda. Sá drykkur er svartur enda með dassi af pepsí í. Við verðum einnig með einn óáfengan drykk en hann er mjög einfaldur hjá okkur, hann heitir Preggó og er stórt sódavatnsglas með sítrónu,“ segir Helgi.Hoffman sigurvegariHelgi segir Hoffman vera það góðan kokteil að ef Lebowski bar tæki þátt í barþjónakeppninni sem haldin verður í lok Reykjavík Cocktail Weekend yrði hann sigurvegari. „Við erum ekki faglærð hérna á Lebowski en ef við værum með myndum við taka titilinn. Hoffman er sigurvegari.“Þeir Haraldur og Helgi á Lebowski verða á léttu nótunum um helgina og ætla að bjóða upp á kokteilinn Hoffman.Myndir/stefánFlott tónlist og góður maturÁ Lebowski bar er hægt að fá sér að snæða til klukkan tíu á kvöldin alla daga. „Við erum með flottan matseðil og meðal annars tvo hamborgara sem allir verða að smakka, HoneybooBBQ og Steikarborgara. Hjá okkur er alltaf mikið stuð og á fimmtudögum er hér Movie-Quiz og þá er allt troðfullt. Við erum með tvær hæðir og efri hæðin er opnuð á miðnætti. Hún er hentug fyrir hópa og er gott að panta hana snemma þar sem hún er uppbókuð hverja helgi. Það er mikið að gera öll kvöld og viðskiptavinirnir eru á breiðu aldursbili. Við spilum líka fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem allir geta dansað við,“ segir Helgi.Darth VaderDarth Vader3 cl SouthernComfort Lime3 cl Smirnoff Green Apple1½ cl AmarettoDass lime-safi*Hrist*Fyllt upp með pepsiHoly MolyHoly Moly3 cl Baccardi Razz1½ cl Cointreau1½ cl Smirnoff Green Apple1½ cl Peach-líkjör1½ cl jarðarberjasíróp15 cl trönuberjasafi6 cl ananassafi2 lime-sneiðarDass eggjahvíta*Hrist*Hátt kokteilglasmeð kirsuberi á toppnum Lime á brúninaJesusJesus3 cl Smirnoff Green Apple3 cl Sourz grænn3 cl CuraÇao Blue½6 cl appelsínusafiFyllt upp með Red Bull Lime á brúninaHoffmanHoffman3 cl rjómi3 cl Kahlúa3 cl Kaniltá*Hrist*Hellt í viskíglasÞeyttur rjómi og kanill á toppnum
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira