Bara til bráðabirgða Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Þetta er nógu gott, svona til bráðabirgða, hugsaði ég með sjálfri mér og límdi filmu yfir síðustu rúðuna í útidyrahurðinni. Ég var búin að líma yfir sex rúður, með mattri plastfilmu sem fékkst á rúllum. Ódýrari týpan. Sú dýrari hefði litið betur út komin á glerið, ég segi það ekki, með sanseraðri áferð! En þessi var látin duga. Til bráðabirgða. Það hvarflaði líka að mér að sú dýrari hefði verið auðveldari í uppsetningu, þar sem ég skóf til hliðanna lofbólur með litlum gráðuboga, eina áhaldinu sem ég fann til verksins. Filman lét ekki vel að stjórn og að verki loknu voru enn litlar lofbólur hér og þar undir filmunni. En þetta yrði látið duga, svona til bráðabirgða. Innst inni vissi ég auðvitað að filman yrði þarna til eilífðarnóns. „Til bráðabirgða“ hefur nefnilega tilhneigingu til að togna vel í annan endann. Ég hafði einsett mér að í þeim búferlaflutningum sem fjölskyldan hefur staðið í síðustu daga yrðu hlutirnir fullkláraðir strax. Ekkert hálfkák liðið. Sérstaklega þar sem síðustu vikurnar á gamla staðnum höfðu einmitt farið í að ljúka ýmsum atriðum sem áttu alltaf að vera „bara til bráðabirgða“ en höfðu ílengst. Enda voru hlutirnir teknir með trompi á nýja staðnum, til að byrja með. Málað í hólf og gólf og drifið upp úr kössum. Hillur ruku upp á vegg og mottur flettust yfir gólfin. Sorterað var ofan í skúffur og raðað í geymslur. Varla gafst tími til að borða, svo mikill var atgangurinn. Fljótlega dró þó af okkur. Búferlaflutningar eru mikið verk og brátt var farið að kasta til höndum. Setningar eins og: „Æ, sturtaðu þessu bara hér, ég tek þetta síðar,“ og „Hengdu þetta bara þarna, við lögum það á eftir,“ fóru að heyrast æ oftar. Við látum auðvitað eins og allt þetta hálfkák verði fullklárað síðar. Þegar filman er loks komin upp skrifa ég nöfnin okkar á lúinn bréfmiða, fyrir póstinn, og festi hann á útidyrahurðina með límbandi. Það sleppur alveg, svona til bráðabirgða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Þetta er nógu gott, svona til bráðabirgða, hugsaði ég með sjálfri mér og límdi filmu yfir síðustu rúðuna í útidyrahurðinni. Ég var búin að líma yfir sex rúður, með mattri plastfilmu sem fékkst á rúllum. Ódýrari týpan. Sú dýrari hefði litið betur út komin á glerið, ég segi það ekki, með sanseraðri áferð! En þessi var látin duga. Til bráðabirgða. Það hvarflaði líka að mér að sú dýrari hefði verið auðveldari í uppsetningu, þar sem ég skóf til hliðanna lofbólur með litlum gráðuboga, eina áhaldinu sem ég fann til verksins. Filman lét ekki vel að stjórn og að verki loknu voru enn litlar lofbólur hér og þar undir filmunni. En þetta yrði látið duga, svona til bráðabirgða. Innst inni vissi ég auðvitað að filman yrði þarna til eilífðarnóns. „Til bráðabirgða“ hefur nefnilega tilhneigingu til að togna vel í annan endann. Ég hafði einsett mér að í þeim búferlaflutningum sem fjölskyldan hefur staðið í síðustu daga yrðu hlutirnir fullkláraðir strax. Ekkert hálfkák liðið. Sérstaklega þar sem síðustu vikurnar á gamla staðnum höfðu einmitt farið í að ljúka ýmsum atriðum sem áttu alltaf að vera „bara til bráðabirgða“ en höfðu ílengst. Enda voru hlutirnir teknir með trompi á nýja staðnum, til að byrja með. Málað í hólf og gólf og drifið upp úr kössum. Hillur ruku upp á vegg og mottur flettust yfir gólfin. Sorterað var ofan í skúffur og raðað í geymslur. Varla gafst tími til að borða, svo mikill var atgangurinn. Fljótlega dró þó af okkur. Búferlaflutningar eru mikið verk og brátt var farið að kasta til höndum. Setningar eins og: „Æ, sturtaðu þessu bara hér, ég tek þetta síðar,“ og „Hengdu þetta bara þarna, við lögum það á eftir,“ fóru að heyrast æ oftar. Við látum auðvitað eins og allt þetta hálfkák verði fullklárað síðar. Þegar filman er loks komin upp skrifa ég nöfnin okkar á lúinn bréfmiða, fyrir póstinn, og festi hann á útidyrahurðina með límbandi. Það sleppur alveg, svona til bráðabirgða.