Stutt saga úr Reykjavík Pútíns Mikael Torfason skrifar 21. febrúar 2014 07:00 "Ég var í röð á leið á klósettið og einhverjir voru að bögga mig á meðan. Síðan þegar ég kom út af skemmtistaðnum beið sami hópur stráka og var með stæla. Það endaði með því að einn þeirra kýldi mig niður og annar sparkaði í mig.“ Þetta er ekki saga frá Rússlandi Pútíns, svo vitnað sé í pistil Pawels Bartoszek frá því í síðustu viku. Nei, orðin hér að ofan eru höfð eftir framhaldsskólanemanum Erni Danival Kristjánssyni í blaði dagsins. Örn segir okkur sögu úr Reykjavík, höfuðborginni okkar. Fyrr í vikunni sögðum við frá nýrri íslenskri könnun sem sýnir svart á hvítu að fordómar gagnvart hinsegin fólki eru enn mjög útbreiddir á Íslandi. Samtökin "78 stóðu að könnuninni og sagði formaður samtakanna, Anna Pála Sverrisdóttir, að niðurstöðurnar hefðu ekki komið sér sérstaklega á óvart. Mikill meirihluti þátttakenda í könnuninni upplifði fordóma, bæði í vinnunni og í skóla, á skemmtistöðum og jafnvel í fjölskylduboðum, af því að þeir eru hinsegin. Tölurnar eru sláandi og sýna að við eigum enn mjög langt í land og aðrar kannanir sýna okkur að samkynhneigð ungmenni eru tuttugu og fimm sinnum líklegri en önnur til að hafa reynt að svipta sig lífi, margsinnis. Þetta unga fólk upplifir oft mikla höfnun og fordóma. Verstir eru fordómarnir gagnvart hinsegin fólki í miðbæ Reykjavíkur eftir myrkur og margir treysta sér ekki í bæinn um helgar. Anna Pála staðfesti á þriðjudag að fordómarnir ættu það til að birtast í sinni verstu mynd þegar fólk hefur drukkið frá sér allar hömlur. Örn Danival stígur fram í Fréttablaðinu í dag ásamt Einari Val Einarssyni. Þessar ungu hetjur mæta fordómum af æðruleysi þótt þeir hafi mikil áhrif á líf þeirra beggja. Við erum komin miklu styttra en við höldum. Enda er mjög stutt síðan við buðum hinsegin fólki að setjast við sama borð og öllum öðrum. Það eru ekki tuttugu ár síðan lög um staðfesta samvist voru samþykkt og fyrir rétt um fjórum árum máttu prestar og forstöðufólk trúfélaga ekki gifta homma og lesbíur. Við þurfum ekki að leita til Rússlands til að verða vitni að fordómum í garð samkynhneigðra. Við mismunuðum samkynhneigðum hvað varðar samræðisaldur allt til ársins 1992 og lofuðum hvorki hommum né lesbíum að ættleiða börn fyrr en árið 2006. Það er fyrir rétt um átta árum. Það mun taka okkur tíma að uppræta fordóma gagnvart hinsegin fólki og við megum alls ekki sofna á verðinum. Við eigum ekki langa sögu fordómaleysis og umburðarlyndis hér á landi. Þess vegna er svo mikilvægt að við leggjum við hlustir þegar svona kannanir eins og sú sem Samtökin "78 létu gera sýna okkur svart á hvítu að þessi þjóðfélagshópur upplifir enn fordóma. Við eigum einnig að taka mark á þessum ungu mönnum sem við ræðum við í Fréttablaðinu í dag og fagna þeirra innleggi í umræðuna. Við getum gert miklu betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
"Ég var í röð á leið á klósettið og einhverjir voru að bögga mig á meðan. Síðan þegar ég kom út af skemmtistaðnum beið sami hópur stráka og var með stæla. Það endaði með því að einn þeirra kýldi mig niður og annar sparkaði í mig.“ Þetta er ekki saga frá Rússlandi Pútíns, svo vitnað sé í pistil Pawels Bartoszek frá því í síðustu viku. Nei, orðin hér að ofan eru höfð eftir framhaldsskólanemanum Erni Danival Kristjánssyni í blaði dagsins. Örn segir okkur sögu úr Reykjavík, höfuðborginni okkar. Fyrr í vikunni sögðum við frá nýrri íslenskri könnun sem sýnir svart á hvítu að fordómar gagnvart hinsegin fólki eru enn mjög útbreiddir á Íslandi. Samtökin "78 stóðu að könnuninni og sagði formaður samtakanna, Anna Pála Sverrisdóttir, að niðurstöðurnar hefðu ekki komið sér sérstaklega á óvart. Mikill meirihluti þátttakenda í könnuninni upplifði fordóma, bæði í vinnunni og í skóla, á skemmtistöðum og jafnvel í fjölskylduboðum, af því að þeir eru hinsegin. Tölurnar eru sláandi og sýna að við eigum enn mjög langt í land og aðrar kannanir sýna okkur að samkynhneigð ungmenni eru tuttugu og fimm sinnum líklegri en önnur til að hafa reynt að svipta sig lífi, margsinnis. Þetta unga fólk upplifir oft mikla höfnun og fordóma. Verstir eru fordómarnir gagnvart hinsegin fólki í miðbæ Reykjavíkur eftir myrkur og margir treysta sér ekki í bæinn um helgar. Anna Pála staðfesti á þriðjudag að fordómarnir ættu það til að birtast í sinni verstu mynd þegar fólk hefur drukkið frá sér allar hömlur. Örn Danival stígur fram í Fréttablaðinu í dag ásamt Einari Val Einarssyni. Þessar ungu hetjur mæta fordómum af æðruleysi þótt þeir hafi mikil áhrif á líf þeirra beggja. Við erum komin miklu styttra en við höldum. Enda er mjög stutt síðan við buðum hinsegin fólki að setjast við sama borð og öllum öðrum. Það eru ekki tuttugu ár síðan lög um staðfesta samvist voru samþykkt og fyrir rétt um fjórum árum máttu prestar og forstöðufólk trúfélaga ekki gifta homma og lesbíur. Við þurfum ekki að leita til Rússlands til að verða vitni að fordómum í garð samkynhneigðra. Við mismunuðum samkynhneigðum hvað varðar samræðisaldur allt til ársins 1992 og lofuðum hvorki hommum né lesbíum að ættleiða börn fyrr en árið 2006. Það er fyrir rétt um átta árum. Það mun taka okkur tíma að uppræta fordóma gagnvart hinsegin fólki og við megum alls ekki sofna á verðinum. Við eigum ekki langa sögu fordómaleysis og umburðarlyndis hér á landi. Þess vegna er svo mikilvægt að við leggjum við hlustir þegar svona kannanir eins og sú sem Samtökin "78 létu gera sýna okkur svart á hvítu að þessi þjóðfélagshópur upplifir enn fordóma. Við eigum einnig að taka mark á þessum ungu mönnum sem við ræðum við í Fréttablaðinu í dag og fagna þeirra innleggi í umræðuna. Við getum gert miklu betur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun