Alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:45 Craig Pedersen þjálfar Svendborg Rabbits í Danmörku. Mynd/Linda Sörensen „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira