Hannar úr rekavið og lerki Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. mars 2014 13:00 Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir nýja lampa úr rekavið og lerki í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við loftljósið Tind sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Sýningin í Epal verður opnuð á miðvikdaginn klukkan 17. mynd/gva Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Ég hef farið norður í Trékyllisvík eftir rekavið. Svo þurrka ég hann sjálf, á pallinum við sumarbústaðinn. Þetta er „slow design“, en það tekur eitt ár að þurrka rekaviðinn,“ útskýrir Dóra Hansen innanhússarkitekt en hún sýnir nýja borðlampa úr íslensku lerki og rekavið í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við Tinda, loftlampa sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Síðar er von á gólf- og vegglömpum úr sama hráefni, sem Dóra segir fjársjóðskistu fyrir hönnuði.Dóra Hansen segir rekaviðinn í fjörunum spennandi efnivið. Íslenska lerkið sé einnig fjársjóður fyrir hönnuði að vinna úr.mynD/dóra hansen„Ég fór að vinna úr rekavið eftir hrun. Svo fer nýi lerkiskógurinn að heilla mig. Það fer mikið af grisjunarviðnum í Hallormsstaðaskógi í brennslu og mér finnst að við hönnuðir ættum að auka verðmæti þessa hráefnis og nýta það. Það mætti markaðssetja íslenskan við sérstaklega,“ segir Dóra. „Ég lærði að þurrka viðinn af skógræktinni í Hallormsstað en þar er ekki bara verið að rækta heldur líka að vinna viðinn.“Ronja og jakob. Lamparnir fengu nöfn barnabarnanna.Lamparnir sem Dóra sýnir í Epal eru í tveimur stærðum og heita Ronja og Jakob eftir barnabörnunum hennar. Viðarskermarnir standa á stálfótum og lýsa led-perur upp í skerminn svo ljósið endurkastast niður og tekur í sig litinn af viðnum. Fóturinn er unninn hjá Ísa stáli og verður fáanlegur í fimm litum, svörtum, dökkgráum, hvítum brúnum og bláum. Skermurinn er smíðaður hjá Við og við. Dóra segir ákveðna vakningu vera meðal hönnuða um notkun íslenska viðarins en betur megi gera. „Listaháskólinn hefur verið með mjög spennandi verkefni úr íslenskum við en enn sem komið er eru ekki margar vörur í framleiðslu úr íslenskum við. Þetta er framtíðarfjársjóður hönnuða að finna út úr.“ Alls sýna 30 hönnuðir verk sín í Epal á HönnunarMars. Opnun verður milli klukkan 17 og 19, miðvikudaginn 26. mars. HönnunarMars Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Ég hef farið norður í Trékyllisvík eftir rekavið. Svo þurrka ég hann sjálf, á pallinum við sumarbústaðinn. Þetta er „slow design“, en það tekur eitt ár að þurrka rekaviðinn,“ útskýrir Dóra Hansen innanhússarkitekt en hún sýnir nýja borðlampa úr íslensku lerki og rekavið í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við Tinda, loftlampa sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Síðar er von á gólf- og vegglömpum úr sama hráefni, sem Dóra segir fjársjóðskistu fyrir hönnuði.Dóra Hansen segir rekaviðinn í fjörunum spennandi efnivið. Íslenska lerkið sé einnig fjársjóður fyrir hönnuði að vinna úr.mynD/dóra hansen„Ég fór að vinna úr rekavið eftir hrun. Svo fer nýi lerkiskógurinn að heilla mig. Það fer mikið af grisjunarviðnum í Hallormsstaðaskógi í brennslu og mér finnst að við hönnuðir ættum að auka verðmæti þessa hráefnis og nýta það. Það mætti markaðssetja íslenskan við sérstaklega,“ segir Dóra. „Ég lærði að þurrka viðinn af skógræktinni í Hallormsstað en þar er ekki bara verið að rækta heldur líka að vinna viðinn.“Ronja og jakob. Lamparnir fengu nöfn barnabarnanna.Lamparnir sem Dóra sýnir í Epal eru í tveimur stærðum og heita Ronja og Jakob eftir barnabörnunum hennar. Viðarskermarnir standa á stálfótum og lýsa led-perur upp í skerminn svo ljósið endurkastast niður og tekur í sig litinn af viðnum. Fóturinn er unninn hjá Ísa stáli og verður fáanlegur í fimm litum, svörtum, dökkgráum, hvítum brúnum og bláum. Skermurinn er smíðaður hjá Við og við. Dóra segir ákveðna vakningu vera meðal hönnuða um notkun íslenska viðarins en betur megi gera. „Listaháskólinn hefur verið með mjög spennandi verkefni úr íslenskum við en enn sem komið er eru ekki margar vörur í framleiðslu úr íslenskum við. Þetta er framtíðarfjársjóður hönnuða að finna út úr.“ Alls sýna 30 hönnuðir verk sín í Epal á HönnunarMars. Opnun verður milli klukkan 17 og 19, miðvikudaginn 26. mars.
HönnunarMars Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira