Kom sjálfri sér á óvart Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2014 10:00 mynd/stefán „Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“ Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“
Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira