Órökrétt framhald Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. mars 2014 07:00 Framlagning frumvarpanna um skuldaleiðréttingu á kostnað ríkissjóðs er dálítill sigur fyrir ríkisstjórnina, sem var búin að koma sér í þrönga stöðu með tillögunni um viðræðuslit við Evrópusambandið. Skuldaleiðréttingin er raunar miklu umfangsminni en gefin voru fyrirheit um fyrir kosningar, þegar framsóknarmenn töluðu um 240-300 milljarða „svigrúm“ sem ætti að myndast í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna og mætti nota til skuldaniðurfærslu. En þær hugmyndir voru hvort sem er aldrei raunhæfar og margir bentu á það. Nú er gert ráð fyrir að 80 milljarðar fari í skuldaleiðréttinguna. Ekki gekk heldur eftir að skuldaleiðréttingin ætti sér stað án kostnaðar eða áhættu fyrir ríkissjóð. Vissulega hefur verið ákveðið að fjármagna hana með bankaskatti, en deilt er um lögmæti hans og áhættan liggur hjá skattgreiðendum öllum. Sömuleiðis er hætt við að margir sem vonuðust eftir peningum úr þessum potti verði fyrir vonbrigðum af því að þeir fá ekki neitt og aðrir af því að þeir fá minna en þeir héldu. Og þá er alveg eftir að tala um hvort þetta var yfirleitt skynsamlegasta ráðstöfunin á því fé, sem ríkið telur sig geta náð út úr þrotabúum föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur lítið gert með varnaðarorð þeirra sem hafa bent á að skuldaleiðréttingin sé líkleg til að valda þenslu og verðbólgu í samfélaginu. Hann ætlaði til dæmis „ekki að láta Seðlabankann stoppa sig“ þegar sú stofnun var með eitthvert múður. Nú þegar útfærslan liggur fyrir eru flestir greinendur samt sammála um að áhrifin verði til þessarar áttar og þannig muni auknar ráðstöfunartekjur heimila vegna skuldalækkunarinnar að einhverju leyti hverfa í gin verðbólgunnar. Forsætisráðherrann er þó greinilega hróðugur með að hafa komið stóra málinu sínu í framkvæmd, þrátt fyrir varnaðarorðin. Hann er strax farinn að tala um hvað gerist næst. Í þættinum Í bítið á Bylgjunni í fyrradag sagði hann að það væri „eðlilegt framhald að ráðast í afnám verðtryggingar á neytendalánum“. Sumir muna kannski að í janúar skilaði nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á neytendalánum skýrslu, þar sem meirihluti nefndarinnar, skipaður ýmsum sérfræðingum, komst að þeirri niðurstöðu að afnám verðtryggingar á slíkum lánum væri ógjörningur við núverandi aðstæður og raunar algjört glapræði. Afnámið myndi draga úr hagvexti, þyngja greiðslubyrði lántakenda, valda hruni húsnæðisverðs og setja stöðu lífeyrissjóðanna í uppnám. Forsætisráðherrann er augljóslega hundfúll með þetta nefndarálit og hefur gert mikið úr því að einn nefndarmaður, Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi, hafi skilað séráliti þar sem hann er sammála forsætisráðherranum um að afnema verðtryggingu í hvelli. Í skýrslu nefndarinnar var raunar ekkert fjallað um þá grundvallarstaðreynd að verðtryggingin er verðið sem við greiðum fyrir veikan og óstöðugan gjaldmiðil. Án hennar virkar peningakerfið ekki. Við losnum aldrei við verðtrygginguna nema skipta um gjaldmiðil – en ríkisstjórnin vill skella í lás dyrunum að eina möguleika Íslands á nýrri mynt. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af að forsætisráðherrann, hafandi komið stóru skuldaleiðréttingunni framhjá efasemdamönnum í samstarfsflokknum og í hópi greinenda og hagfræðinga, sé svo fullur sjálfstrausts að hann keyri næst afnám verðtryggingarinnar í gegn. Þá fyrst erum við í vondum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun
Framlagning frumvarpanna um skuldaleiðréttingu á kostnað ríkissjóðs er dálítill sigur fyrir ríkisstjórnina, sem var búin að koma sér í þrönga stöðu með tillögunni um viðræðuslit við Evrópusambandið. Skuldaleiðréttingin er raunar miklu umfangsminni en gefin voru fyrirheit um fyrir kosningar, þegar framsóknarmenn töluðu um 240-300 milljarða „svigrúm“ sem ætti að myndast í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna og mætti nota til skuldaniðurfærslu. En þær hugmyndir voru hvort sem er aldrei raunhæfar og margir bentu á það. Nú er gert ráð fyrir að 80 milljarðar fari í skuldaleiðréttinguna. Ekki gekk heldur eftir að skuldaleiðréttingin ætti sér stað án kostnaðar eða áhættu fyrir ríkissjóð. Vissulega hefur verið ákveðið að fjármagna hana með bankaskatti, en deilt er um lögmæti hans og áhættan liggur hjá skattgreiðendum öllum. Sömuleiðis er hætt við að margir sem vonuðust eftir peningum úr þessum potti verði fyrir vonbrigðum af því að þeir fá ekki neitt og aðrir af því að þeir fá minna en þeir héldu. Og þá er alveg eftir að tala um hvort þetta var yfirleitt skynsamlegasta ráðstöfunin á því fé, sem ríkið telur sig geta náð út úr þrotabúum föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur lítið gert með varnaðarorð þeirra sem hafa bent á að skuldaleiðréttingin sé líkleg til að valda þenslu og verðbólgu í samfélaginu. Hann ætlaði til dæmis „ekki að láta Seðlabankann stoppa sig“ þegar sú stofnun var með eitthvert múður. Nú þegar útfærslan liggur fyrir eru flestir greinendur samt sammála um að áhrifin verði til þessarar áttar og þannig muni auknar ráðstöfunartekjur heimila vegna skuldalækkunarinnar að einhverju leyti hverfa í gin verðbólgunnar. Forsætisráðherrann er þó greinilega hróðugur með að hafa komið stóra málinu sínu í framkvæmd, þrátt fyrir varnaðarorðin. Hann er strax farinn að tala um hvað gerist næst. Í þættinum Í bítið á Bylgjunni í fyrradag sagði hann að það væri „eðlilegt framhald að ráðast í afnám verðtryggingar á neytendalánum“. Sumir muna kannski að í janúar skilaði nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á neytendalánum skýrslu, þar sem meirihluti nefndarinnar, skipaður ýmsum sérfræðingum, komst að þeirri niðurstöðu að afnám verðtryggingar á slíkum lánum væri ógjörningur við núverandi aðstæður og raunar algjört glapræði. Afnámið myndi draga úr hagvexti, þyngja greiðslubyrði lántakenda, valda hruni húsnæðisverðs og setja stöðu lífeyrissjóðanna í uppnám. Forsætisráðherrann er augljóslega hundfúll með þetta nefndarálit og hefur gert mikið úr því að einn nefndarmaður, Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi, hafi skilað séráliti þar sem hann er sammála forsætisráðherranum um að afnema verðtryggingu í hvelli. Í skýrslu nefndarinnar var raunar ekkert fjallað um þá grundvallarstaðreynd að verðtryggingin er verðið sem við greiðum fyrir veikan og óstöðugan gjaldmiðil. Án hennar virkar peningakerfið ekki. Við losnum aldrei við verðtrygginguna nema skipta um gjaldmiðil – en ríkisstjórnin vill skella í lás dyrunum að eina möguleika Íslands á nýrri mynt. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af að forsætisráðherrann, hafandi komið stóru skuldaleiðréttingunni framhjá efasemdamönnum í samstarfsflokknum og í hópi greinenda og hagfræðinga, sé svo fullur sjálfstrausts að hann keyri næst afnám verðtryggingarinnar í gegn. Þá fyrst erum við í vondum málum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun