Myrtir í gamni utanlands Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. mars 2014 07:00 Á síðu 12 í Fréttablaði laugardagsins er frétt með yfirskriftinni „Fá ríki taka fólk af lífi“. Fréttin er unnin upp úr nýrri skýrslu Amnesty International um staðfestar aftökur á heimsvísu árið 2013. Strax í undirfyrirsögn kemur fram að staðfestum aftökum í heiminum hafi fjölgað um fimmtán prósent á nýliðnu ári og þá eru aftökur í Kína ekki teknar með í reikninginn því þar er fjöldi aftaka ríkisleyndarmál. Fram kemur þó í fréttinni að þar séu þúsundir manna teknar af lífi árlega. Að auki kemur fram að ekki hafi fengist staðfest hvort aftökur hafi farið fram í Egyptalandi og Sýrlandi. Þessi fimmtán prósenta fjölgun á því einungis við þær tölur sem gefnar eru upp af viðkomandi þjóðríki. „Einungis“ 22 ríki framfylgdu dauðadómum á síðasta ári svo staðfest sé, segir ennfremur og sú framfylgni kostaði að minnsta kosti 778 manns lífið. „Einungis“. Fréttin birtist í framhaldinu á forsíðu Vísis á laugardagsmorgni. Ekki vakti hún mikla athygli, fékk aðeins níu deilingar og þeir sem settu sig í samband við fréttastofuna út af henni höfðu einungis áhyggjur af einu: að myndin sem henni fylgdi væri „einstaklega óhugnanleg“ og ætti ekki heima á forsíðu vefmiðils sem allir sæju. Myndin sýndi þrjá menn hanga í gálgum eftir opinbera hengingu í Íran. Þrjá menn af þessum 778 sem staðfest er að hafi verið teknir af lífi samkvæmt úrskurði stjórnvalda. Enginn minntist á að þær upplýsingar væru „einstaklega óhugnanlegar“ eða benti á það undarlega fréttamat að fyrirsögnin benti á hversu fá ríki framkvæmdu aftökur í stað þess að leggja áherslu á fimmtán prósent fjölgun þeirra. Það virtist öllum vera nokkuð sama. Til samanburðar er áhugavert að rifja upp fréttaflutning af aflífun gíraffa í dýragarði í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu. Sú frétt á Vísi fékk nærri þrjúþúsund deilingar og samfélagsmiðlarnir loguðu í heilagri vandlætingu yfir þessari svívirðulegu meðferð á dýrinu. Í Danmörku rituðu 25.000 manns nöfn sín á undirskriftalista til að biðja dýrinu griða og ein helsta ástæðan var að þetta væri „ungt og heilbrigt“ dýr og ætti því skilið að fá að lifa. Í frétt Fréttablaðsins koma ekki fram neinar upplýsingar um aldur og líkamlegt heilbrigði þess fólks sem tekið var af lífi með blessun stjórnvalda 22 ríkja á síðasta ári. Ótrúlegt er þó að það hafi allt verið komið að fótum fram og því bættur skaði þótt það týndi lífinu, enda leggjum við ekki þann mælikvarða á rétt fólks til að lifa. Það er því gjörsamlega óskiljanlegt að þessi frétt veki svona lítil viðbrögð. Er okkur alveg sama um „eitthvert fólk í útlöndum“ sem við þekkjum ekki neitt? Er okkur sama þótt samstarfsþjóðir okkar, til dæmis Kína og Bandaríkin, framfylgi dauðarefsingum yfir fólki, svo framarlega sem þær þyrma dýrum? Erum við orðin svo firrt og fjarlæg mannlegri samlíðan að aflífun eins gíraffa skipti okkur meira máli en aftökur hundruða manneskja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Á síðu 12 í Fréttablaði laugardagsins er frétt með yfirskriftinni „Fá ríki taka fólk af lífi“. Fréttin er unnin upp úr nýrri skýrslu Amnesty International um staðfestar aftökur á heimsvísu árið 2013. Strax í undirfyrirsögn kemur fram að staðfestum aftökum í heiminum hafi fjölgað um fimmtán prósent á nýliðnu ári og þá eru aftökur í Kína ekki teknar með í reikninginn því þar er fjöldi aftaka ríkisleyndarmál. Fram kemur þó í fréttinni að þar séu þúsundir manna teknar af lífi árlega. Að auki kemur fram að ekki hafi fengist staðfest hvort aftökur hafi farið fram í Egyptalandi og Sýrlandi. Þessi fimmtán prósenta fjölgun á því einungis við þær tölur sem gefnar eru upp af viðkomandi þjóðríki. „Einungis“ 22 ríki framfylgdu dauðadómum á síðasta ári svo staðfest sé, segir ennfremur og sú framfylgni kostaði að minnsta kosti 778 manns lífið. „Einungis“. Fréttin birtist í framhaldinu á forsíðu Vísis á laugardagsmorgni. Ekki vakti hún mikla athygli, fékk aðeins níu deilingar og þeir sem settu sig í samband við fréttastofuna út af henni höfðu einungis áhyggjur af einu: að myndin sem henni fylgdi væri „einstaklega óhugnanleg“ og ætti ekki heima á forsíðu vefmiðils sem allir sæju. Myndin sýndi þrjá menn hanga í gálgum eftir opinbera hengingu í Íran. Þrjá menn af þessum 778 sem staðfest er að hafi verið teknir af lífi samkvæmt úrskurði stjórnvalda. Enginn minntist á að þær upplýsingar væru „einstaklega óhugnanlegar“ eða benti á það undarlega fréttamat að fyrirsögnin benti á hversu fá ríki framkvæmdu aftökur í stað þess að leggja áherslu á fimmtán prósent fjölgun þeirra. Það virtist öllum vera nokkuð sama. Til samanburðar er áhugavert að rifja upp fréttaflutning af aflífun gíraffa í dýragarði í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu. Sú frétt á Vísi fékk nærri þrjúþúsund deilingar og samfélagsmiðlarnir loguðu í heilagri vandlætingu yfir þessari svívirðulegu meðferð á dýrinu. Í Danmörku rituðu 25.000 manns nöfn sín á undirskriftalista til að biðja dýrinu griða og ein helsta ástæðan var að þetta væri „ungt og heilbrigt“ dýr og ætti því skilið að fá að lifa. Í frétt Fréttablaðsins koma ekki fram neinar upplýsingar um aldur og líkamlegt heilbrigði þess fólks sem tekið var af lífi með blessun stjórnvalda 22 ríkja á síðasta ári. Ótrúlegt er þó að það hafi allt verið komið að fótum fram og því bættur skaði þótt það týndi lífinu, enda leggjum við ekki þann mælikvarða á rétt fólks til að lifa. Það er því gjörsamlega óskiljanlegt að þessi frétt veki svona lítil viðbrögð. Er okkur alveg sama um „eitthvert fólk í útlöndum“ sem við þekkjum ekki neitt? Er okkur sama þótt samstarfsþjóðir okkar, til dæmis Kína og Bandaríkin, framfylgi dauðarefsingum yfir fólki, svo framarlega sem þær þyrma dýrum? Erum við orðin svo firrt og fjarlæg mannlegri samlíðan að aflífun eins gíraffa skipti okkur meira máli en aftökur hundruða manneskja?
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun