Næst er það grunnskólinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. apríl 2014 07:00 Það er ekki ofmælt að kjarasamningurinn sem samninganefnd ríkisins og framhaldsskólakennarar gerðu í síðustu viku marki tímamót. Kennarar munu fá umtalsverðar launahækkanir umfram það sem gerist á almennum vinnumarkaði, en samþykkja í staðinn breytingar á vinnufyrirkomulagi. Ekki liggur nákvæmlega ljóst fyrir í hverju þær breytingar munu felast, en þær eiga að leiða af sér meiri sveigjanleika í skólastarfinu og greiða fyrir því að hægt verði að stytta nám til stúdentsprófs, eins og hefur lengi verið pólitískt markmið. Meðal annars mun kennsludögum fjölga og stíf skil milli kennsludaga og prófdaga verða afnumin. Í samningnum eru ákvæði sem fela í sér umbun fyrir þá skóla sem kjósa að þjappa náminu saman í þrjú ár. Sú breyting skili þá hærri launum kennara. Gangi allar breytingar sem gert er ráð fyrir í samningnum eftir, munu laun framhaldsskólakennara geta hækkað um allt að 29 prósentum, að því er fram hefur komið í máli samningsaðila. Það er nauðsynleg kjarabót til að gera kennarastarfið eftirsóttara og tryggja þannig að hæfasta fólkið fáist til að kenna börnunum okkar. Með þessum samningi er þó aðeins eitt skref stigið í átt til styttingar náms til stúdentsprófs. Útfærslan er eftir og að ýmsu að hyggja. Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, skrifaði í síðustu viku tvær athyglisverðar greinar í Fréttablaðið um áformin um styttingu náms. Hann bendir á að samþjöppun námsins megi ekki leiða til þess að gæðunum sé fórnað. Stytting námsins megi ekki leiða til þess að fólk læri minna. Yngvi bendir á það augljósa; að til að stytta nám til stúdentsprófs liggur beinast við að stokka upp námið í efstu bekkjum grunnskólans og breyta skilunum milli grunn- og framhaldsskóla. Tími nemenda er miklu verr nýttur í grunnskólanum en í framhaldsskólum og tækifærin til samþjöppunar miklu augljósari. Rektor MR minnir líka á að samkvæmt framhaldsskólalögunum frá 2008 átti að færa 12 einingar af námi í framhaldsskóla niður í grunnskólann. Það hafi hins vegar ekki tekizt sem skyldi og skýringin blasi ekki við. Skýringin er hugsanlega skortur á sveigjanleika í fyrirkomulagi grunnskólanámsins. Yngvi Pétursson bendir nefnilega á lykilatriði, sem er að til að stytting náms til stúdentsprófs gangi upp, þarf sveigjanleikinn að vera tryggður á báðum skólastigum. Það kemur vel til greina að sumir hætti ári fyrr í grunnskólanum og fari í lengri framhaldsskóla, en aðrir klári meira nám í grunnskóla og taki styttri framhaldsskóla. Næsta skref í því að bæta kjör kennara og stytta nám til stúdentsprófs hlýtur að vera að ná sambærilegum samningum við grunnskólakennara og hafa nú verið gerðir við framhaldsskólakennara. Ávinningurinn af meiri skilvirkni og styttingu náms til stúdentsprófs er alveg augljós, fyrir kennara, nemendur og samfélagið í heild. En eigi að takast vel til, þarf að gera miklar breytingar bæði í framhaldsskólanum og grunnskólanum og horfa á málið í heild, en ekki í hólfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun
Það er ekki ofmælt að kjarasamningurinn sem samninganefnd ríkisins og framhaldsskólakennarar gerðu í síðustu viku marki tímamót. Kennarar munu fá umtalsverðar launahækkanir umfram það sem gerist á almennum vinnumarkaði, en samþykkja í staðinn breytingar á vinnufyrirkomulagi. Ekki liggur nákvæmlega ljóst fyrir í hverju þær breytingar munu felast, en þær eiga að leiða af sér meiri sveigjanleika í skólastarfinu og greiða fyrir því að hægt verði að stytta nám til stúdentsprófs, eins og hefur lengi verið pólitískt markmið. Meðal annars mun kennsludögum fjölga og stíf skil milli kennsludaga og prófdaga verða afnumin. Í samningnum eru ákvæði sem fela í sér umbun fyrir þá skóla sem kjósa að þjappa náminu saman í þrjú ár. Sú breyting skili þá hærri launum kennara. Gangi allar breytingar sem gert er ráð fyrir í samningnum eftir, munu laun framhaldsskólakennara geta hækkað um allt að 29 prósentum, að því er fram hefur komið í máli samningsaðila. Það er nauðsynleg kjarabót til að gera kennarastarfið eftirsóttara og tryggja þannig að hæfasta fólkið fáist til að kenna börnunum okkar. Með þessum samningi er þó aðeins eitt skref stigið í átt til styttingar náms til stúdentsprófs. Útfærslan er eftir og að ýmsu að hyggja. Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, skrifaði í síðustu viku tvær athyglisverðar greinar í Fréttablaðið um áformin um styttingu náms. Hann bendir á að samþjöppun námsins megi ekki leiða til þess að gæðunum sé fórnað. Stytting námsins megi ekki leiða til þess að fólk læri minna. Yngvi bendir á það augljósa; að til að stytta nám til stúdentsprófs liggur beinast við að stokka upp námið í efstu bekkjum grunnskólans og breyta skilunum milli grunn- og framhaldsskóla. Tími nemenda er miklu verr nýttur í grunnskólanum en í framhaldsskólum og tækifærin til samþjöppunar miklu augljósari. Rektor MR minnir líka á að samkvæmt framhaldsskólalögunum frá 2008 átti að færa 12 einingar af námi í framhaldsskóla niður í grunnskólann. Það hafi hins vegar ekki tekizt sem skyldi og skýringin blasi ekki við. Skýringin er hugsanlega skortur á sveigjanleika í fyrirkomulagi grunnskólanámsins. Yngvi Pétursson bendir nefnilega á lykilatriði, sem er að til að stytting náms til stúdentsprófs gangi upp, þarf sveigjanleikinn að vera tryggður á báðum skólastigum. Það kemur vel til greina að sumir hætti ári fyrr í grunnskólanum og fari í lengri framhaldsskóla, en aðrir klári meira nám í grunnskóla og taki styttri framhaldsskóla. Næsta skref í því að bæta kjör kennara og stytta nám til stúdentsprófs hlýtur að vera að ná sambærilegum samningum við grunnskólakennara og hafa nú verið gerðir við framhaldsskólakennara. Ávinningurinn af meiri skilvirkni og styttingu náms til stúdentsprófs er alveg augljós, fyrir kennara, nemendur og samfélagið í heild. En eigi að takast vel til, þarf að gera miklar breytingar bæði í framhaldsskólanum og grunnskólanum og horfa á málið í heild, en ekki í hólfum.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun