Það tekur bara mínútu að lesa þennan pistil Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Hafið þið heyrt um Y-kynslóðina, aldamótakrakkana sem slitu barnsskónum í kringum 2000? Ég tilheyri henni víst sjálfur því samkvæmt ýtrustu skilgreiningum er nóg að vera fæddur eftir 1980. Það gefur mér líka rýmra skotleyfi og ég verð síður vændur um heimsósóma. Meðal einkenna Y-krakka er lítið athyglisþol og gríðarlegar kröfur um að leiðast aldrei. Markaðsmenn segja að til þess að ynglingar svo mikið sem líti við vöru megi ekki vera neitt leiðinlegt við hana, bara ein sekúnda af leiðindum er nóg til að styggja vandlátu ufsilón-krakkana. Þetta vita líka stjórnmálamenn. Það rembast allir við að koma stjórnmálaskoðunum sínum að í stuttum hnitmiðuðum myndböndum sem mega helst ekki vera meira en nokkrar mínútur að lengd. Helst mega stjórnmálamenn alls ekki vera leiðinlegir því þá fá þeir ekki atkvæði frá vandlátu krökkunum. Nám á líka að vera skemmtilegt og sérmiðað eftir þörfum krakkanna. Jón Gnarr borgarstjóri líkti þessu við Subway. Helst eiga aldamótakrakkarnir að geta valið sér álegg ofan í menntabrauðið og kennarar að salta og pipra eftir þörfum. Þetta á ekki bara við um grunnskólanám heldur líka háskólanám. Allt á að vera skemmtilegt. Það er í tísku að lýsa því yfir að hlutir séu leiðinlegir. Það er leiðinlegt að hanga á fundum, leiðinlegt að tala um peninga, leiðinlegt að tala um pólitík, leiðinlegt að rífast. Geta ekki allir verið vinir? Og ef það er þörf á að rífast er þá ekki hægt að gera það í gegnum tölvuleiki? Það er allavega skemmtilegt. Tölvuleikir eru framtíðin. Ég segi eftirfarandi – og skal gerast svo kræfur að tala fyrir hönd ufsilón-fólks. Hættum þessu kjaftæði. Ekkert er jafn spennandi í lífinu og erfið krefjandi verkefni. Pólitík og peningar þýða völd og völd hafa frá dögum Hammúrabís konungs í Babýlon verið það eftirsóknarverðasta í lífinu fyrir utan kannski ást og væntumþykju, en það nennir enginn að elska þann sem elskar bara sjálfan sig. Hættum að halda upp á afmælið okkar á hverjum degi. Tökum okkur taki. Sinnum verkefnum okkar og tökum völdin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun
Hafið þið heyrt um Y-kynslóðina, aldamótakrakkana sem slitu barnsskónum í kringum 2000? Ég tilheyri henni víst sjálfur því samkvæmt ýtrustu skilgreiningum er nóg að vera fæddur eftir 1980. Það gefur mér líka rýmra skotleyfi og ég verð síður vændur um heimsósóma. Meðal einkenna Y-krakka er lítið athyglisþol og gríðarlegar kröfur um að leiðast aldrei. Markaðsmenn segja að til þess að ynglingar svo mikið sem líti við vöru megi ekki vera neitt leiðinlegt við hana, bara ein sekúnda af leiðindum er nóg til að styggja vandlátu ufsilón-krakkana. Þetta vita líka stjórnmálamenn. Það rembast allir við að koma stjórnmálaskoðunum sínum að í stuttum hnitmiðuðum myndböndum sem mega helst ekki vera meira en nokkrar mínútur að lengd. Helst mega stjórnmálamenn alls ekki vera leiðinlegir því þá fá þeir ekki atkvæði frá vandlátu krökkunum. Nám á líka að vera skemmtilegt og sérmiðað eftir þörfum krakkanna. Jón Gnarr borgarstjóri líkti þessu við Subway. Helst eiga aldamótakrakkarnir að geta valið sér álegg ofan í menntabrauðið og kennarar að salta og pipra eftir þörfum. Þetta á ekki bara við um grunnskólanám heldur líka háskólanám. Allt á að vera skemmtilegt. Það er í tísku að lýsa því yfir að hlutir séu leiðinlegir. Það er leiðinlegt að hanga á fundum, leiðinlegt að tala um peninga, leiðinlegt að tala um pólitík, leiðinlegt að rífast. Geta ekki allir verið vinir? Og ef það er þörf á að rífast er þá ekki hægt að gera það í gegnum tölvuleiki? Það er allavega skemmtilegt. Tölvuleikir eru framtíðin. Ég segi eftirfarandi – og skal gerast svo kræfur að tala fyrir hönd ufsilón-fólks. Hættum þessu kjaftæði. Ekkert er jafn spennandi í lífinu og erfið krefjandi verkefni. Pólitík og peningar þýða völd og völd hafa frá dögum Hammúrabís konungs í Babýlon verið það eftirsóknarverðasta í lífinu fyrir utan kannski ást og væntumþykju, en það nennir enginn að elska þann sem elskar bara sjálfan sig. Hættum að halda upp á afmælið okkar á hverjum degi. Tökum okkur taki. Sinnum verkefnum okkar og tökum völdin.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun