<3 Beggi í Sóldögg Snærós Sindradóttir skrifar 19. apríl 2014 07:00 Árið 1999 fékk ég, sjö ára gömul, að fara á barnaball með Sóldögg í Sjallanum á Akureyri. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég kom inn á Sjallann og spennan var mikil því útvarpi og dagblöðum hafði tekist að stimpla það inn í huga barnsins að Sjallinn væri goðsagnakenndur staður. Mekka íslenskrar stuðmenningar. Ég fór í fylgd barnapíu sem ég man ómögulega hvað heitir. Ég man heldur ekki hvað hún var gömul en hún var yngri en mamma og eldri en ég og það var nóg til þess að ég leit upp til hennar. Mér leiddust tónleikarnir. Sóldögg hafði ekki enn gefið út lagið Svört sól sem átti eftir að verða einkennislag sumarsins sem ég varð ellefu ára og er besta lag sveitarinnar til þessa. Bergsveinn Arilíusson söngvari var frekar mikið nobody í mínum huga og upplifunin var öll frekar klén. Sjallinn reyndist dimmur og leiðinlegur staður með óspennandi sjoppu og lélegu fatahengi. Þegar komið var heim í kommúnuna sem við bjuggum í á Helgamagrastræti lýsti barnapían því fyrir mömmu hvernig Beggi hefði ítrekað horft djúpt í augu hennar meðan á tónleikunum stóð (hún var jú höfðinu hærri en öll börnin í salnum) og að hann væri kynþokkafullur bangsi. Það var nóg til að snúa augnablikinu á hvolf. Bergsveinn Arilíusson var guð. Ég hef aldrei náð að hrista af mér Begga í Sóldögg. Hjartað í mér tekur kipp þegar hann á comeback í ljósvakamiðlunum. Ég fylltist djúpstæðum vonbrigðum þegar hann gaf út sólóplötuna September, árið 2005, því hún var leiðinleg. Ég íhugaði að kaupa mér miða á þjóðhátíð í Eyjum þegar fréttist að hann myndi koma þar fram. Ég hef tekið í höndina á bestu fótboltamönnum Englands, hitt fræga Hollywoodleikara og notað einkavask Micks Jagger án þess að svitna á efri vörinni. En ef það kemur að því að hitta Begga í Sóldögg mun ég verða sjö ára aftur og titrandi röddu segja feimnislega: Má ég fá eiginhandaráritun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun
Árið 1999 fékk ég, sjö ára gömul, að fara á barnaball með Sóldögg í Sjallanum á Akureyri. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég kom inn á Sjallann og spennan var mikil því útvarpi og dagblöðum hafði tekist að stimpla það inn í huga barnsins að Sjallinn væri goðsagnakenndur staður. Mekka íslenskrar stuðmenningar. Ég fór í fylgd barnapíu sem ég man ómögulega hvað heitir. Ég man heldur ekki hvað hún var gömul en hún var yngri en mamma og eldri en ég og það var nóg til þess að ég leit upp til hennar. Mér leiddust tónleikarnir. Sóldögg hafði ekki enn gefið út lagið Svört sól sem átti eftir að verða einkennislag sumarsins sem ég varð ellefu ára og er besta lag sveitarinnar til þessa. Bergsveinn Arilíusson söngvari var frekar mikið nobody í mínum huga og upplifunin var öll frekar klén. Sjallinn reyndist dimmur og leiðinlegur staður með óspennandi sjoppu og lélegu fatahengi. Þegar komið var heim í kommúnuna sem við bjuggum í á Helgamagrastræti lýsti barnapían því fyrir mömmu hvernig Beggi hefði ítrekað horft djúpt í augu hennar meðan á tónleikunum stóð (hún var jú höfðinu hærri en öll börnin í salnum) og að hann væri kynþokkafullur bangsi. Það var nóg til að snúa augnablikinu á hvolf. Bergsveinn Arilíusson var guð. Ég hef aldrei náð að hrista af mér Begga í Sóldögg. Hjartað í mér tekur kipp þegar hann á comeback í ljósvakamiðlunum. Ég fylltist djúpstæðum vonbrigðum þegar hann gaf út sólóplötuna September, árið 2005, því hún var leiðinleg. Ég íhugaði að kaupa mér miða á þjóðhátíð í Eyjum þegar fréttist að hann myndi koma þar fram. Ég hef tekið í höndina á bestu fótboltamönnum Englands, hitt fræga Hollywoodleikara og notað einkavask Micks Jagger án þess að svitna á efri vörinni. En ef það kemur að því að hitta Begga í Sóldögg mun ég verða sjö ára aftur og titrandi röddu segja feimnislega: Má ég fá eiginhandaráritun?
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun