Sumargalsi með viðbættum sykri Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. apríl 2014 07:00 Fyrsti gesturinn var snemma á ferðinni. Ég leit snöggt yfir gólfið, það hefði haft gott af einni yfirferð en tíminn var knappur. Átta ára afmælisgestir gerðu vonandi ekki athugasemdir við óryksugað gólf. Fleiri bættust í hópinn og brátt var húsið fullt. Ég virtist ætla að sleppa fyrir horn með gólfin. Mér hafði verið ráðlagt að vera með skipulagða dagskrá tilbúna og keyra hana strax í gang, annars myndi ég missa stjórn á aðstæðum. Ég sá strax að það var rétt. Þótt ekki væru liðnar nema nokkrar mínútur af veislunni hafði stemmingin náð hámarki. Í snarheitum bauð ég upp á snakk og hringdi í bóndann sem var að sækja pitsurnar. „Bara nokkrar mínútur í mig,“ sagði hann rólegur. Ég leit yfir iðandi gleðskapinn. Nokkrar mínútur! Eftir æðisgengið pitsuát var dagskránni þrusað í gang. Böndum skyldi komið á krakkaskarann. Danskeppni – pakkaleikur – lakkrísreimaátkeppni – limbókeppni, þetta ætti að taka tímann sinn áður en kæmi að kökunni. Rennsveitt hrópuðum við bóndinn fyrirmæli og leikreglur en það var langt síðan við sjálf vorum átta ára. Dagskráin tæmdist á augabragði og fjörið óx enn. „Það er kaka!“ æpti ég yfir skarann sem tók við sér um leið. „Er ekki boðið upp á neitt hollt á þessu heimili?“ Spurningin kom flatt upp á mig. Veitingarnar samanstóðu af sælgæti, snakki, gosi og pitsum, sem gerði sjálfsagt sitt til að auka fjörið. Hvað myndu foreldrarnir halda? „Út í garð!“ æpti ég því og skarinn rann í boðaföllum niður tröppurnar. Spriklandi af gleði tvístraðist hópurinn óvænt yfir í nærliggjandi garða svo fyrirætlanir okkar um hópmyndatöku og limbó runnu út í sandinn. Enn var langt í að tilsettum veislutíma yrði náð og ég óttaðist að þá yrði helmingurinn af gestunum týndur. Við kveiktum því á mynd og skiptum liði. Bóndinn inni en ég úti. Ég sá til strokukattanna stökkvandi milli garða. Ósvikinn sumargalsi með viðbættum sykri. Það stóð þó á endum. Allir voru í húsi þegar klukkan sló sjö. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun
Fyrsti gesturinn var snemma á ferðinni. Ég leit snöggt yfir gólfið, það hefði haft gott af einni yfirferð en tíminn var knappur. Átta ára afmælisgestir gerðu vonandi ekki athugasemdir við óryksugað gólf. Fleiri bættust í hópinn og brátt var húsið fullt. Ég virtist ætla að sleppa fyrir horn með gólfin. Mér hafði verið ráðlagt að vera með skipulagða dagskrá tilbúna og keyra hana strax í gang, annars myndi ég missa stjórn á aðstæðum. Ég sá strax að það var rétt. Þótt ekki væru liðnar nema nokkrar mínútur af veislunni hafði stemmingin náð hámarki. Í snarheitum bauð ég upp á snakk og hringdi í bóndann sem var að sækja pitsurnar. „Bara nokkrar mínútur í mig,“ sagði hann rólegur. Ég leit yfir iðandi gleðskapinn. Nokkrar mínútur! Eftir æðisgengið pitsuát var dagskránni þrusað í gang. Böndum skyldi komið á krakkaskarann. Danskeppni – pakkaleikur – lakkrísreimaátkeppni – limbókeppni, þetta ætti að taka tímann sinn áður en kæmi að kökunni. Rennsveitt hrópuðum við bóndinn fyrirmæli og leikreglur en það var langt síðan við sjálf vorum átta ára. Dagskráin tæmdist á augabragði og fjörið óx enn. „Það er kaka!“ æpti ég yfir skarann sem tók við sér um leið. „Er ekki boðið upp á neitt hollt á þessu heimili?“ Spurningin kom flatt upp á mig. Veitingarnar samanstóðu af sælgæti, snakki, gosi og pitsum, sem gerði sjálfsagt sitt til að auka fjörið. Hvað myndu foreldrarnir halda? „Út í garð!“ æpti ég því og skarinn rann í boðaföllum niður tröppurnar. Spriklandi af gleði tvístraðist hópurinn óvænt yfir í nærliggjandi garða svo fyrirætlanir okkar um hópmyndatöku og limbó runnu út í sandinn. Enn var langt í að tilsettum veislutíma yrði náð og ég óttaðist að þá yrði helmingurinn af gestunum týndur. Við kveiktum því á mynd og skiptum liði. Bóndinn inni en ég úti. Ég sá til strokukattanna stökkvandi milli garða. Ósvikinn sumargalsi með viðbættum sykri. Það stóð þó á endum. Allir voru í húsi þegar klukkan sló sjö.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun