Bækur og bíó, typpi og brjóst 19. maí 2014 07:00 Jane Campion kvikmyndaleikstjóri, eina konan sem hlotið hefur gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes og núverandi forseti dómnefndar hátíðarinnar, gerði hlut kvenna í kvikmyndaiðnaðinum að umtalsefni á blaðamannafundi eftir setningu kvikmyndahátíðarinnar. Hún benti á að þrátt fyrir að nú væri dómnefndin í fyrsta sinn skipuð fleiri konum en körlum endurspeglaði það engan veginn kynjahlutföllin í kvikmyndaiðnaðinum og að einungis sjö prósentum af þeim 1.800 kvikmyndum sem lagðar hefðu verið fram til hátíðarinnar væri leikstýrt af konum. Hún komst að þeirri niðurstöðu að þessi hlutföll væru „ólýðræðisleg“: „Aftur og aftur finna konur fyrir því að fá ekki sinn réttmæta skerf af kynningunni,“ sagði hún. Þessi ummæli eru dálítið undarleg í ljósi þess að af þessum sjö prósentum framlaga eru tvær myndir sem leikstýrt er af konum meðal þeirra átján mynda sem keppa um gullpálmann. Það þarf nokkuð flóknar reikningskúnstir til að fá þá útkomu að það sé óréttmætur skerfur. Mun eðlilegri niðurstaða úr dæminu er að í þessu tilfelli fái konur töluvert stærri skerf en framlag þeirra gefur tilefni til. Þessar umkvartanir kvenna í menningarframleiðslu eru ekki einskorðaðar við kvikmyndaiðnaðinn. Hérlendis blossar reglulega upp umræða um að konum sem skrifa bækur og stjórna kvikmyndum sé ekki veitt sama athygli og körlunum. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins á laugardaginn kvartaði ungur rithöfundur, Björg Magnúsdóttir, undan því að bækur hennar væru flokkaðar sem skvísubækur og þar með óumflýjanlega gerðar að óáhugaverðu lestrarefni fyrir karlmenn. „Mér finnst alveg glatað að vera ung kona að skrifa um eigin veruleika og vera allt í einu komin með helmingi færri lesendur af því að ég er ekki með typpi. Það er ekkert réttlæti í því,“ sagði hún. Í báðum þessum tilfellum, og fjölmörgum öðrum, veifa konur hugtökunum lýðræði og réttlæti þegar þær tala um skarðan hlut kvenna í því sem markvert þykir í bókmenntum, kvikmyndum og reyndar á mörgum öðrum sviðum líka. En er það réttlátt og lýðræðislegt að konur fái stærri skerf af umfjöllun og athygli en framlag þeirra gefur tilefni til? Er það sjálfsögð krafa að allir hafi áhuga á því sem þær skrifa? Er ekki nóg komið af fórnarlambahugsuninni og þránni eftir viðurkenningu karlanna? Hendum þessum gömlu viðmiðum. Skrifum bækur og gerum kvikmyndir um það sem okkur konum finnst skipta máli og gefum skít í það hvort karlveldið samþykkir það sem „nógu merkilegt“. Konur eru rúmlega helmingur mannkyns og það sem þeim finnst áhugavert og merkilegt hlýtur að vega alveg jafn þungt og hvað hinum helmingnum finnst, hvað sem öllum verðlaunatilnefningum og skvísubókaflokkunum líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Jane Campion kvikmyndaleikstjóri, eina konan sem hlotið hefur gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes og núverandi forseti dómnefndar hátíðarinnar, gerði hlut kvenna í kvikmyndaiðnaðinum að umtalsefni á blaðamannafundi eftir setningu kvikmyndahátíðarinnar. Hún benti á að þrátt fyrir að nú væri dómnefndin í fyrsta sinn skipuð fleiri konum en körlum endurspeglaði það engan veginn kynjahlutföllin í kvikmyndaiðnaðinum og að einungis sjö prósentum af þeim 1.800 kvikmyndum sem lagðar hefðu verið fram til hátíðarinnar væri leikstýrt af konum. Hún komst að þeirri niðurstöðu að þessi hlutföll væru „ólýðræðisleg“: „Aftur og aftur finna konur fyrir því að fá ekki sinn réttmæta skerf af kynningunni,“ sagði hún. Þessi ummæli eru dálítið undarleg í ljósi þess að af þessum sjö prósentum framlaga eru tvær myndir sem leikstýrt er af konum meðal þeirra átján mynda sem keppa um gullpálmann. Það þarf nokkuð flóknar reikningskúnstir til að fá þá útkomu að það sé óréttmætur skerfur. Mun eðlilegri niðurstaða úr dæminu er að í þessu tilfelli fái konur töluvert stærri skerf en framlag þeirra gefur tilefni til. Þessar umkvartanir kvenna í menningarframleiðslu eru ekki einskorðaðar við kvikmyndaiðnaðinn. Hérlendis blossar reglulega upp umræða um að konum sem skrifa bækur og stjórna kvikmyndum sé ekki veitt sama athygli og körlunum. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins á laugardaginn kvartaði ungur rithöfundur, Björg Magnúsdóttir, undan því að bækur hennar væru flokkaðar sem skvísubækur og þar með óumflýjanlega gerðar að óáhugaverðu lestrarefni fyrir karlmenn. „Mér finnst alveg glatað að vera ung kona að skrifa um eigin veruleika og vera allt í einu komin með helmingi færri lesendur af því að ég er ekki með typpi. Það er ekkert réttlæti í því,“ sagði hún. Í báðum þessum tilfellum, og fjölmörgum öðrum, veifa konur hugtökunum lýðræði og réttlæti þegar þær tala um skarðan hlut kvenna í því sem markvert þykir í bókmenntum, kvikmyndum og reyndar á mörgum öðrum sviðum líka. En er það réttlátt og lýðræðislegt að konur fái stærri skerf af umfjöllun og athygli en framlag þeirra gefur tilefni til? Er það sjálfsögð krafa að allir hafi áhuga á því sem þær skrifa? Er ekki nóg komið af fórnarlambahugsuninni og þránni eftir viðurkenningu karlanna? Hendum þessum gömlu viðmiðum. Skrifum bækur og gerum kvikmyndir um það sem okkur konum finnst skipta máli og gefum skít í það hvort karlveldið samþykkir það sem „nógu merkilegt“. Konur eru rúmlega helmingur mannkyns og það sem þeim finnst áhugavert og merkilegt hlýtur að vega alveg jafn þungt og hvað hinum helmingnum finnst, hvað sem öllum verðlaunatilnefningum og skvísubókaflokkunum líður.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun