Flest bendir til þess að Aníta sé á réttri leið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2014 06:00 Aníta ætlar að toppa á HM ungmenna í Bandaríkjunum í sumar. fréttablaðið/valli Aníta Hinriksdóttir hefur náð góðum árangrum á æfingum í vetur og kemur sterk til leiks á utanhússtímabilinu í frjálsíþróttum sem hefst af fullri alvöru hjá henni um helgina. Þá keppir hún með sveit ÍR á Evrópumóti félagsliða í Hollandi. „Hún hefur æft talsvert meira í vetur en á sama tíma í fyrra og nú um páskana fórum við í æfingabúðir í fyrsta sinn,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar. „Þeir tímar sem hún hefur verið að ná á æfingum benda til að við séum á réttri leið. Ég geri mér engar væntingar um fyrstu hlaupin en það verður gaman að sjá hvað hún gerir.“ Aníta keppir á EM landsliða og sterku unglingamóti í Þýskalandi í júní en stefnt er að því að hún toppi á HM ungmenna í Bandaríkjunum í júlí. Allt miðast við það mót en af þeim ástæðum hafnaði hún boði um þátttöku á Demantamóti í Ósló í síðasta mánuði. Aníta keppti á HM innanhúss í vetur og náði nógu góðum tíma til að komast úr undanrásum og í úrslitin. Hún var hins vegar dæmd úr leik fyrir að stíga á línu. „Það gekk vel að vinna úr þeim vonbrigðum – það er að minnsta kosti ekki annað að sjá á æfingum. Upphaflega var ætlunin að nota mótið til að sjá hvar hún stæði gagnvart keppendum í fullorðinsflokki og við fengum þá niðurstöðu. Við bjuggumst til dæmis ekki við að komast í úrslitahlaupið en hún gerði það í raun og veru.“ Hann segir að þetta hafi verið áminning sem geti komið sér vel fyrir framtíðina. „Vonandi er þetta eitthvað sem kemur bara einu sinni fyrir og svo er þetta komið inn í undirmeðvitundina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir hefur náð góðum árangrum á æfingum í vetur og kemur sterk til leiks á utanhússtímabilinu í frjálsíþróttum sem hefst af fullri alvöru hjá henni um helgina. Þá keppir hún með sveit ÍR á Evrópumóti félagsliða í Hollandi. „Hún hefur æft talsvert meira í vetur en á sama tíma í fyrra og nú um páskana fórum við í æfingabúðir í fyrsta sinn,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar. „Þeir tímar sem hún hefur verið að ná á æfingum benda til að við séum á réttri leið. Ég geri mér engar væntingar um fyrstu hlaupin en það verður gaman að sjá hvað hún gerir.“ Aníta keppir á EM landsliða og sterku unglingamóti í Þýskalandi í júní en stefnt er að því að hún toppi á HM ungmenna í Bandaríkjunum í júlí. Allt miðast við það mót en af þeim ástæðum hafnaði hún boði um þátttöku á Demantamóti í Ósló í síðasta mánuði. Aníta keppti á HM innanhúss í vetur og náði nógu góðum tíma til að komast úr undanrásum og í úrslitin. Hún var hins vegar dæmd úr leik fyrir að stíga á línu. „Það gekk vel að vinna úr þeim vonbrigðum – það er að minnsta kosti ekki annað að sjá á æfingum. Upphaflega var ætlunin að nota mótið til að sjá hvar hún stæði gagnvart keppendum í fullorðinsflokki og við fengum þá niðurstöðu. Við bjuggumst til dæmis ekki við að komast í úrslitahlaupið en hún gerði það í raun og veru.“ Hann segir að þetta hafi verið áminning sem geti komið sér vel fyrir framtíðina. „Vonandi er þetta eitthvað sem kemur bara einu sinni fyrir og svo er þetta komið inn í undirmeðvitundina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira