Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Brjánn Jónasson skrifar 29. maí 2014 06:00 Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira