Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2014 07:00 Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, við meðferð Aurum-málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í svokölluðu Aurum-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir ekki rétt sem haldið hafi verið fram að dómurinn hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sérfróðs meðdómara í málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris Ólafssonar sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns, sem ákærður var af sérstökum saksóknara og dæmdur í Al-Thani málinu.Ekki við dóminn að sakast Guðjón segir að vegna margs konar misvísandi fréttaflutnings af málinu þyki honum rétt að það komi fram að hann sem dómsformaður gæti að hæfi sérfróðs meðdómsmanns. „Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga tilkynningaskyldu út á við. Ef málflytjendur eru ósammála dómsformanni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón. Eftir að flestir sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir af ákærum sérstaks saksóknara ræddi hann skipan Sverris Ólafssonar sem meðdómara.Ákæruvaldið á sjálft að kanna meðdómendur „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ svaraði Ólafur Þór Hauksson í fréttum Bylgjunnar laugardaginn 8. júní, spurður hvort vakin yrði athygli á þessu atriði fyrir Hæstarétti ef málinu verður áfrýjað þangað eða að jafnvel krafist yrði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. Sem fyrr segir telur Guðjón S. Marteinsson ekki við héraðsdóm að sakast geri málflytjendur ekki athugasemdir. „Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að dómurinn, hér dómsformaður eða meðdómsmaður, hafi með athöfnum eða athafnaleysi valdið einhvers konar réttarspjöllum þannig að ákæruvaldið hafi ekki komið að andmælum. Ákæruvaldið á við sjálft sig hvernig það kannar bakgrunn sérfróðra meðdómsmanna. Hvað ákæruvaldið vissi eða vissi ekki er fyrir utan þessa umræðu,“ segir Guðjón. Aurum Holding málið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í svokölluðu Aurum-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir ekki rétt sem haldið hafi verið fram að dómurinn hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sérfróðs meðdómara í málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris Ólafssonar sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns, sem ákærður var af sérstökum saksóknara og dæmdur í Al-Thani málinu.Ekki við dóminn að sakast Guðjón segir að vegna margs konar misvísandi fréttaflutnings af málinu þyki honum rétt að það komi fram að hann sem dómsformaður gæti að hæfi sérfróðs meðdómsmanns. „Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga tilkynningaskyldu út á við. Ef málflytjendur eru ósammála dómsformanni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón. Eftir að flestir sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir af ákærum sérstaks saksóknara ræddi hann skipan Sverris Ólafssonar sem meðdómara.Ákæruvaldið á sjálft að kanna meðdómendur „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ svaraði Ólafur Þór Hauksson í fréttum Bylgjunnar laugardaginn 8. júní, spurður hvort vakin yrði athygli á þessu atriði fyrir Hæstarétti ef málinu verður áfrýjað þangað eða að jafnvel krafist yrði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. Sem fyrr segir telur Guðjón S. Marteinsson ekki við héraðsdóm að sakast geri málflytjendur ekki athugasemdir. „Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að dómurinn, hér dómsformaður eða meðdómsmaður, hafi með athöfnum eða athafnaleysi valdið einhvers konar réttarspjöllum þannig að ákæruvaldið hafi ekki komið að andmælum. Ákæruvaldið á við sjálft sig hvernig það kannar bakgrunn sérfróðra meðdómsmanna. Hvað ákæruvaldið vissi eða vissi ekki er fyrir utan þessa umræðu,“ segir Guðjón.
Aurum Holding málið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira