Girnilegir réttir fyrir sumarið: Rækjur og avókadó í salatskál með hoisin-kokteilsósu Marín Manda skrifar 13. júní 2014 14:30 Katla Hreiðarsdóttir, fatahönnuður. Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður er mikill sælkeri en hún býður hér upp á dýrindis sumarlegan forrétt og aðalrétt sem hentar vel í matarboðið undir berum himni. Rækjur og avókadó í salatskál með hoisin-kokteilsósu - Aðalréttur fyrir 2 eða forréttur fyrir 4. 1 rautt chili ¼ rauðlaukur 1 límóna, safi og rifið hýði (zest) 4 msk. ólífuolía ½ bolli rauðvínsedik 2 cm ferskt engifer 1 tsk. dijon-sinnep 3 stk. púðursykur (Má sleppa, þá þarf að minnka magnið af edikinu um 1/3 og setja smá hunang í staðinn.) Salt og pipar Setjið í lítinn mixer eða blandara og blandið öllu vel saman saman. Hellið allri dressingunni yfir 500 g af rækjum. (Þetta mýkir rækjurnar og gefur þeim gott bragð.) Leyfið rækjunum að liggja í safanum á meðan dressingin er undirbúin og klárið svo restina af salatinu. Skerið niður 4 lítil mjúk avókadó í teninga og 1 dós af cherry-tómötum til helminga. Losið heil iceberg-blöð svo að þið fáið stórar salatskálar. Blandið þá avókadóinu og tómötunum varlega saman við rækjurnar og setjið í iceberg-skálarnar. Berið fram með hoisin-kokteilsósu og límónubátum. Rækjur og avókadó í salatskál með hoisin-kokteilsósu Hoisin-kokteilsósa:-Blandið öllu saman 125 g létt majones 1 tsk. dijon-sinnep 2 msk. tómatsósa 2 tsk. hoisin-sósa Salt og pipar. Mintu-chorizo-lambakótilettur með kartöfluflögum, grillaðri papriku og melónusalati -Aðalréttur fyrir 2 Lambakótilettur 500 g 4 cm af chorizo-pylsu. 1 poki ruccola Dressing: 1 rautt chili 3 hvítlauksgeirar 6 msk. ólífuolía 1 tsk. chili-sjávarsalt 1 tsk. þurr minta Svartur pipar 6 stilkar fersk minta 1 sítróna (aðeins hýðið) Blandið hráefnunum í dressingunni saman í litlum mixer/blandara og nuddið kótiletturnar með henni, setjið til hliðar meðan allt annað er undirbúið. (Einnig hægt að undirbúa fyrr um daginn og geyma undir filmu í ísskáp). Steikið næst kótiletturnar á heitri pönnu með fituna fyrst niður og lokið kótilettunum á öllum hliðum. Komið fyrir í eldföstu móti, skerið chorizo-pylsuna í litla 1 cm bita og stráið yfir. Hitið í ofni í 10 mínútur við 180°C, leyfið kjötinu að hvíla 5 mínútur þegar það er komið úr ofninum Melónusalat Melónusalat 1 lítil vatnsmelóna eða hálf stór 2 cm af rauðlauk skorinn í mjög þunnar sneiðar ½ fetaostskubbur Lítill bakki bláber 4-5 stilkar fersk minta (aðeins laufin) 6 msk. ólífuolía 3 msk. balsamedik 1½ msk hunang Salt og pipar 1 límóna Skerið rauðlaukinn í mjög þunnar sneiðar og setjið í litla skál. Hellið ólífuolíunni yfir, balsamedikinu, hunanginu, salti og pipar og látið standa í 10 mín. Skerið melónuna í teninga og blandið saman við niðurskorna mintuna og bláberin. Veiðið að lokum rauðlaukinn upp úr dressingunni sem nú er hægt að hræra vel saman og blanda saman við safa úr einni límónu. Brjótið að lokum fetaostinn yfir salatið og berið fram. Mintu-chorizo-lambakótilettur með kartöfluflögum, grillaðri papriku og melónusalati Grilluð paprika 1 rauð paprika Ólífuolía Salt og pipar Grillið heila papriku beint á gasloga eða á grilli þar til hún verður mjög svört að utan. Setjið hana beint í plastpoka á látið hana svitna í nokkrar mínútur. Því næst má nudda mesta hýðið af undir köldu rennandi vatni. Skerið niður í strimla og veltið upp úr ólífuolíu, salti og pipar.Kartöfluflögur 4 litlar kartöflur – dugar sem meðlæti fyrir tvo. Skerið kartöflurnar í þunnar 2-3 mm sneiðar (best að gera í vél eða með mandólíni/rifjárni). Skolið kartöflurnar þegar þær eru skornar og þurrkið létt, raðið á ofnplötu með bökunarpappír undir, ýrið svolitlu af matarolíu yfir og grófu salti. Bakið við 200°C í ca. 15 mín eða þar til kartöflurnar eru gylltar og stökkar. Gott er að fylgjast vel með þeim og snúa þeim reglulega. Grillréttir Lambakjöt Salat Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið
Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður er mikill sælkeri en hún býður hér upp á dýrindis sumarlegan forrétt og aðalrétt sem hentar vel í matarboðið undir berum himni. Rækjur og avókadó í salatskál með hoisin-kokteilsósu - Aðalréttur fyrir 2 eða forréttur fyrir 4. 1 rautt chili ¼ rauðlaukur 1 límóna, safi og rifið hýði (zest) 4 msk. ólífuolía ½ bolli rauðvínsedik 2 cm ferskt engifer 1 tsk. dijon-sinnep 3 stk. púðursykur (Má sleppa, þá þarf að minnka magnið af edikinu um 1/3 og setja smá hunang í staðinn.) Salt og pipar Setjið í lítinn mixer eða blandara og blandið öllu vel saman saman. Hellið allri dressingunni yfir 500 g af rækjum. (Þetta mýkir rækjurnar og gefur þeim gott bragð.) Leyfið rækjunum að liggja í safanum á meðan dressingin er undirbúin og klárið svo restina af salatinu. Skerið niður 4 lítil mjúk avókadó í teninga og 1 dós af cherry-tómötum til helminga. Losið heil iceberg-blöð svo að þið fáið stórar salatskálar. Blandið þá avókadóinu og tómötunum varlega saman við rækjurnar og setjið í iceberg-skálarnar. Berið fram með hoisin-kokteilsósu og límónubátum. Rækjur og avókadó í salatskál með hoisin-kokteilsósu Hoisin-kokteilsósa:-Blandið öllu saman 125 g létt majones 1 tsk. dijon-sinnep 2 msk. tómatsósa 2 tsk. hoisin-sósa Salt og pipar. Mintu-chorizo-lambakótilettur með kartöfluflögum, grillaðri papriku og melónusalati -Aðalréttur fyrir 2 Lambakótilettur 500 g 4 cm af chorizo-pylsu. 1 poki ruccola Dressing: 1 rautt chili 3 hvítlauksgeirar 6 msk. ólífuolía 1 tsk. chili-sjávarsalt 1 tsk. þurr minta Svartur pipar 6 stilkar fersk minta 1 sítróna (aðeins hýðið) Blandið hráefnunum í dressingunni saman í litlum mixer/blandara og nuddið kótiletturnar með henni, setjið til hliðar meðan allt annað er undirbúið. (Einnig hægt að undirbúa fyrr um daginn og geyma undir filmu í ísskáp). Steikið næst kótiletturnar á heitri pönnu með fituna fyrst niður og lokið kótilettunum á öllum hliðum. Komið fyrir í eldföstu móti, skerið chorizo-pylsuna í litla 1 cm bita og stráið yfir. Hitið í ofni í 10 mínútur við 180°C, leyfið kjötinu að hvíla 5 mínútur þegar það er komið úr ofninum Melónusalat Melónusalat 1 lítil vatnsmelóna eða hálf stór 2 cm af rauðlauk skorinn í mjög þunnar sneiðar ½ fetaostskubbur Lítill bakki bláber 4-5 stilkar fersk minta (aðeins laufin) 6 msk. ólífuolía 3 msk. balsamedik 1½ msk hunang Salt og pipar 1 límóna Skerið rauðlaukinn í mjög þunnar sneiðar og setjið í litla skál. Hellið ólífuolíunni yfir, balsamedikinu, hunanginu, salti og pipar og látið standa í 10 mín. Skerið melónuna í teninga og blandið saman við niðurskorna mintuna og bláberin. Veiðið að lokum rauðlaukinn upp úr dressingunni sem nú er hægt að hræra vel saman og blanda saman við safa úr einni límónu. Brjótið að lokum fetaostinn yfir salatið og berið fram. Mintu-chorizo-lambakótilettur með kartöfluflögum, grillaðri papriku og melónusalati Grilluð paprika 1 rauð paprika Ólífuolía Salt og pipar Grillið heila papriku beint á gasloga eða á grilli þar til hún verður mjög svört að utan. Setjið hana beint í plastpoka á látið hana svitna í nokkrar mínútur. Því næst má nudda mesta hýðið af undir köldu rennandi vatni. Skerið niður í strimla og veltið upp úr ólífuolíu, salti og pipar.Kartöfluflögur 4 litlar kartöflur – dugar sem meðlæti fyrir tvo. Skerið kartöflurnar í þunnar 2-3 mm sneiðar (best að gera í vél eða með mandólíni/rifjárni). Skolið kartöflurnar þegar þær eru skornar og þurrkið létt, raðið á ofnplötu með bökunarpappír undir, ýrið svolitlu af matarolíu yfir og grófu salti. Bakið við 200°C í ca. 15 mín eða þar til kartöflurnar eru gylltar og stökkar. Gott er að fylgjast vel með þeim og snúa þeim reglulega.
Grillréttir Lambakjöt Salat Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið