Listamenn á borð við Lorde, Ed Sheeran og Ariana Grande komu fram á hátíðinni en á meðal vinningshafa voru Drake, Justin Bieber og Selena Gomez.
Það var þó klæðaburður Jenner-systranna sem stal senunni í Kanada en þær voru duglegar að skipta um föt. Einnig ákvað Kendall, sem er eldri, að klæðast djörfum kjól með tveimur háum klaufum sem skildi lítið eftir fyrir ímyndurnaraflið.

