Könnukökur sem allir geta gert - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2014 11:30 Það er leikur einn að búa sér til köku í könnu ef löngunin í sætindi nær yfirhöndinni. Þessar uppskriftir miðast allar við eina köku og ætti hver sem er að geta hrært í svona köku á nokkrum mínútum. Ekki skemmir fyrir að þessar kökur eru líka einstaklega ljúffengar. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Oreo-kaka ¼ bolli hvítt súkkulaði 3 msk. mjólk 4 msk. hveiti ¼ tsk. lyftiduft ½ tsk. jurtaolía 2 Oreo-kökur Blandið hvítu súkkulaði og mjólk saman í könnu sem þolir örbylgjuofn og hitið í um fjörutíu sekúndur. Hrærið vel þangað til súkkulaðið er bráðið. Bætið hveiti, lyftidufti og olíu saman við og hrærið. Myljið Oreo ofan í blönduna og hitið í örbylgjuofni í um eina mínútu. Leyfið kökunni að kólna í nokkrar mínútur áður en hún er borðuð. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Súkkulaði- og hnetusmjörskaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1½ msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft smá salt 3 msk. mjólk 1½ msk. jurtaolía 1 msk. hnetusmjör Hrærið þurrefnum saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið mjólk, olíu og hnetusmjöri við og hrærið vel. Hitið í örbylgjuofni í eina mínútu og tíu sekúndur. Berið strax fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Kaffikaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1 msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft ¾ msk. jurta- eða kókosolía 1 msk. sterkt kaffi 2 msk. mjólk ¼ tsk. vanilludropar Blandið þurrefnum vel saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið olíu, kaffi og vanilludropum saman við og hrærið vel saman. Hitið í örbylgjuofni í 45 sekúndur og upp í mínútu. Skreytið með flórsykri og berið fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Haframjöls- og Nutella-kaka 3 msk. mjólk 1 msk. ólífuolía 1 msk. sykur 3 msk. hveiti 1½ msk. haframjöl 1 msk. fínt saxaðar pecan-hnetur ¼ tsk. lyftiduft 1/8 tsk. salt ¼ tsk. kanill örlítið múskat ef vill 1 msk. Nutella Blandið mjólk, olíu og sykri saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið hveiti við og blandið. Bætið síðan haframjöli, pecan-hnetum, lyftidufti, salti, kanil og múskati saman við og hrærið. Setjið Nutella á toppinn og hitið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur, síðan í fimmtán sekúndur í senn þangað til efsta lag kökunnar er orðið þurrt. Fengið hér. Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið
Það er leikur einn að búa sér til köku í könnu ef löngunin í sætindi nær yfirhöndinni. Þessar uppskriftir miðast allar við eina köku og ætti hver sem er að geta hrært í svona köku á nokkrum mínútum. Ekki skemmir fyrir að þessar kökur eru líka einstaklega ljúffengar. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Oreo-kaka ¼ bolli hvítt súkkulaði 3 msk. mjólk 4 msk. hveiti ¼ tsk. lyftiduft ½ tsk. jurtaolía 2 Oreo-kökur Blandið hvítu súkkulaði og mjólk saman í könnu sem þolir örbylgjuofn og hitið í um fjörutíu sekúndur. Hrærið vel þangað til súkkulaðið er bráðið. Bætið hveiti, lyftidufti og olíu saman við og hrærið. Myljið Oreo ofan í blönduna og hitið í örbylgjuofni í um eina mínútu. Leyfið kökunni að kólna í nokkrar mínútur áður en hún er borðuð. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Súkkulaði- og hnetusmjörskaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1½ msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft smá salt 3 msk. mjólk 1½ msk. jurtaolía 1 msk. hnetusmjör Hrærið þurrefnum saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið mjólk, olíu og hnetusmjöri við og hrærið vel. Hitið í örbylgjuofni í eina mínútu og tíu sekúndur. Berið strax fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Kaffikaka 3 msk. hveiti 2 msk. sykur 1 msk. kakó ¼ tsk. lyftiduft ¾ msk. jurta- eða kókosolía 1 msk. sterkt kaffi 2 msk. mjólk ¼ tsk. vanilludropar Blandið þurrefnum vel saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið olíu, kaffi og vanilludropum saman við og hrærið vel saman. Hitið í örbylgjuofni í 45 sekúndur og upp í mínútu. Skreytið með flórsykri og berið fram. Fengið hér. könnukökur uppskrift matur eftirréttur Haframjöls- og Nutella-kaka 3 msk. mjólk 1 msk. ólífuolía 1 msk. sykur 3 msk. hveiti 1½ msk. haframjöl 1 msk. fínt saxaðar pecan-hnetur ¼ tsk. lyftiduft 1/8 tsk. salt ¼ tsk. kanill örlítið múskat ef vill 1 msk. Nutella Blandið mjólk, olíu og sykri saman í könnu sem þolir örbylgjuofn. Bætið hveiti við og blandið. Bætið síðan haframjöli, pecan-hnetum, lyftidufti, salti, kanil og múskati saman við og hrærið. Setjið Nutella á toppinn og hitið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur, síðan í fimmtán sekúndur í senn þangað til efsta lag kökunnar er orðið þurrt. Fengið hér.
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið