Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann Nanna Elísa Jakobsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær þegar elds varð vart í verslunarhúsnæði Griffils í Skeifunni 11. Eldsupptökin voru talin hafa verið í efnalauginni Fönn. Eldurinn náði í húsnæði Tandoori, Promennt, Rekstrarlands og Griffils. Ljóst er að húsnæði margra þessara fyrirtækja er gjörónýtt. Hættuástandi var lýst yfir í kjölfar þess að slökkvilið mætti á svæðið og fólk var beðið um að halda sig frá. „Húsin voru orðin alelda þegar við komum,“ sagði Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu. „Eldsupptök voru í Fannarhúsinu og breiddi eldurinn sig yfir í húsnæði Griffils. Við reyndum ekki að slökkva eldinn heldur einungis að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði hættuástand hafa skapast því mikið af hættulegum efnum væri í húsunum. Mikinn mannfjölda dreif að en lögregla bað fólk að halda sig fjarri vegna hættu sem stafaði af brunanum. Sprengingar gullu við og hætta á hruni byggingarinnar torveldaði störf slökkviðlismanna. Svart reykjarský sem myndaðist yfir svæðinu sást langar leiðir og mikil reykjarlykt lagðist yfir höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu okkar,“ sagði Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. Enginn var við störf þegar eldurinn kom upp en unnið hafði verið í þvottahúsinu fyrr um daginn. „Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili,“ sagði Þorvarður.„Þetta er mikið tjón,“ sagði Linda Lou Arthúr, eigandi veitingastaðarins Tandoori en staðurinn var lokaður í gær. Linda sagðist aldrei hafa séð sambærilegan eldsvoða. „Sjaldan sem maður sér svona mikinn eld hérna á þessu landi okkar.“ „Þessi hús eru öll gömul og börn síns tíma,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.„Gallinn á þessu byggingarefni er að það er mjög viðkvæmt í bruna. Meginhættan er þegar það er búið að slökkva og byggingin er farin að kólna, þá er hætta á hruni,“ sagði Bjarni. Því gátu slökkviliðsmenn ekki staðið uppi á byggingum eða inni í húsinu við slökkvistörf. Reykkafarar voru þó sendir inn í húsnæði Fannar. Bjarni man eftir mörgum alvarlegum eldsvoðum í gegnum tíðina en þessi er sérstakur að einu leyti. „Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafnmiklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi.“ Skeifan 11 er um 8.200 fermetrar. Húsið sem kviknaði í er 8200 fermetrar og því gífurlega stórt svæði sem var undirlagt eldi. Valli, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór á vettvang og náði ótrúlegum myndum.Fréttablaðið/Valli... Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær þegar elds varð vart í verslunarhúsnæði Griffils í Skeifunni 11. Eldsupptökin voru talin hafa verið í efnalauginni Fönn. Eldurinn náði í húsnæði Tandoori, Promennt, Rekstrarlands og Griffils. Ljóst er að húsnæði margra þessara fyrirtækja er gjörónýtt. Hættuástandi var lýst yfir í kjölfar þess að slökkvilið mætti á svæðið og fólk var beðið um að halda sig frá. „Húsin voru orðin alelda þegar við komum,“ sagði Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu. „Eldsupptök voru í Fannarhúsinu og breiddi eldurinn sig yfir í húsnæði Griffils. Við reyndum ekki að slökkva eldinn heldur einungis að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði hættuástand hafa skapast því mikið af hættulegum efnum væri í húsunum. Mikinn mannfjölda dreif að en lögregla bað fólk að halda sig fjarri vegna hættu sem stafaði af brunanum. Sprengingar gullu við og hætta á hruni byggingarinnar torveldaði störf slökkviðlismanna. Svart reykjarský sem myndaðist yfir svæðinu sást langar leiðir og mikil reykjarlykt lagðist yfir höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu okkar,“ sagði Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. Enginn var við störf þegar eldurinn kom upp en unnið hafði verið í þvottahúsinu fyrr um daginn. „Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili,“ sagði Þorvarður.„Þetta er mikið tjón,“ sagði Linda Lou Arthúr, eigandi veitingastaðarins Tandoori en staðurinn var lokaður í gær. Linda sagðist aldrei hafa séð sambærilegan eldsvoða. „Sjaldan sem maður sér svona mikinn eld hérna á þessu landi okkar.“ „Þessi hús eru öll gömul og börn síns tíma,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.„Gallinn á þessu byggingarefni er að það er mjög viðkvæmt í bruna. Meginhættan er þegar það er búið að slökkva og byggingin er farin að kólna, þá er hætta á hruni,“ sagði Bjarni. Því gátu slökkviliðsmenn ekki staðið uppi á byggingum eða inni í húsinu við slökkvistörf. Reykkafarar voru þó sendir inn í húsnæði Fannar. Bjarni man eftir mörgum alvarlegum eldsvoðum í gegnum tíðina en þessi er sérstakur að einu leyti. „Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafnmiklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi.“ Skeifan 11 er um 8.200 fermetrar. Húsið sem kviknaði í er 8200 fermetrar og því gífurlega stórt svæði sem var undirlagt eldi. Valli, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór á vettvang og náði ótrúlegum myndum.Fréttablaðið/Valli...
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira